Stigagjöf ræktenda -

Stigahæsti ræktandi deildarinnar

Stigakerfi til útreiknings á stigahæsta ræktanda ársins.
Sá ræktandi sem hefur flest stig eftir hundasýningar ársins (janúar til desember) fær viðurkenninguna „Ræktandi ársins“. 
Til að eiga kost á stigum, skal ræktandi vera félagsmaður í HRFÍ, búsettur á Íslandi og eiga FCI viðurkennt ræktunarnafn. 

Stig eru gefin á sýningum Hundaræktarfélags Íslands og Deildarsýningum sem gefa stig til meistara.
Á hverri sýningu eru eftirfarandi stig gefin:
1 stig fyrir hvert meistaraefni úr ræktun viðkomandi
2 stig fyrir ræktunarhóp úr viðkomandi ræktun með heiðursverðlaun
 
Ræktunarhópur úr ræktun viðkomandi sem nær sæti í BIS úrslitum dags á sýningum HRFÍ:
1. sæti – 5 stig
2. sæti – 4 stig
3. sæti – 3 stig
4. sæti – 2 stig
 

Á deildarsýningum verða gefin stig eftir fjölda ræktunarhópa, en þó aldrei nema fyrir fjögur fyrstu sætin í úrslitum. Fyrsta sæti fær þá stig miðað við fjölda hópa í sæti í úrslitum og stigunum fækkar svo um eitt fyrir hvert sæti fyrir neðan.

1.       Sæti 4 stig
2.       Sæti 3 stig
3.       Sæti 2 stig
4.       Sæti 1 stig

Ef til dæmis eru aðeins 3 ræktunarhópar á deildarsýningu þá fær 1. Sæti - 3 stig, 2. Sæti - 2 stig og 3 sæti - 1 stig. Ætti þetta að vera í samræmi við stigagjöf fyrir hvern einstakan hund á deildarsýningu í úrslitum.