Yfirlit tegunda

Til eru þrjár stærðir af schnauzer; risaschnauzer, schnauzer og dvergschnauzer. Samkvæmt FCI eru tegundirnar flokkaðar í tegundahóp 2 (vinnu og varðhunda) og heimaland þeirra er Þýskaland. Schnauzer nafnið er komið af þýska orðinu schnauze sem þýðir trýni og vísar til kröftugs skeggsins sem einkennir tegundirnar. Það sem er sameiginlegt öllum stærðum er feldgerðin, ytra útlit og að miklu leyti skapgerðin.

Óháð stærð er schnauzer fjörugur hundur og veit hvað hann vill. Hann er með tvöfaldan feld, strían yfirfeld og þéttann undirfeld. Mikilvægt er að reyta feldinn til að hann haldi bæði lit og áferð og með réttri feldhirðu mun hundurinn fella lítil sem engin hár. Gerð feldsins gerir það að verkum að hann hrindir frá sér vatni og létt er að greiða í gegnum hann. Allar stærðir þekkjast á skeggi og augabrúnum sem gefur hundinum árvökult og hugrakkt útlit. Schnauzer er með kassalaga útlit, kröftugur en jafnframt glæsilegur hundur sem hreyfir sig á fjaðurmagnaðan og glæsilegan hátt.

 

Nánar um hverja tegund:

 

Dvergschnauzer

 

Schnauzer

 

Risaschnauzer