Hlýðni 1 - reglur

Hlýðnipróf 1

Æfing 1: Skoða tennur
Margföldun: 1 Hámarksstigagjöf: 10
Skipanir: Orð eða merki fyrir „kyrr”.

Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Dómarinn stendur
u.þ.b. 5 metrum fyrir framan þátttakendur, snýr sér að og spyr hvort þeir séu
tilbúnir. Dómarinn gengur að fyrsta þátttakanda, leiðandinn skipar hundinum að vera
kyrr og þá skoðar dómarinn tennur (athuga bitið). Viðurkenning á æfingunni er
krafa til að geta haldið áfram í prófinu.
Dómaraleiðbeiningar: Þegar gefin er einkunn skal almenn hegðun hundsins tekin
til greina. Hundur sem sýnir árásargjarna hegðun fellur og skal vísað úr hring. Til að
fá viðurkennda einkunn er sú krafa gerð að dómarinn geti skoða bitið á eðlilegan
hátt, án þess að hundurinn sýni mótþróa.


Æfing 2: Liggja saman í hópi í 2 mínútur
Margföldun: 3 Hámarksstigagjöf: 30
Skipanir: Orð eða merki fyrir „liggja”, „kyrr” og „setjast upp (upphafsstöðu)”.

Framkvæmd: Leiðendur stilla sér upp með hundana í upphafsstöðu í beinni línu
með u.þ.b. 3 metra á milli þátttakenda. Eftir að búið er að gefa merki gefa leiðendur
hundunum skipun um að leggjast og síðan fá þeir annað merki um að þeir megi
skipa hundunum að vera kyrrir. Leiðendur skilja hundana eftir og ganga u.þ.b. 20
metra þar sem þeir snúa sér við og standa andspænis hundunum í 2 mínútur. Þegar
tíminn er liðinn fá þeir merki um að ganga u.þ.b. 1 metra á bak við hundana þar sem
þeir snúa sér við og stoppa. Leiðendur fá þá merki um að fara til hundanna og bíða
eftir merki til að gefa skipun um að láta þá í upphafsstöðu. Ekki er hægt að
framkvæma æfinguna með færri en þremur hundum.

Dómaraleiðbeiningar:

  • Hundur sem reisir sig upp áður en tímataka hefst fær ekki viðurkennda einkunn.
  • Hundur sem stendur upp eftir að tímataka er byrjuð fær ekki viðurkennda einkunn.
  • Hundur sem sest upp án þess þó að færa sig úr stöðu, þegar tímataka er hafin, skal ekki fá hærri einkunn en 5, ef þetta gerist áður en 2 mínútur eru liðnar.
  • Skilyrði til að fá viðurkennda einkunn er (samt sem áður) að hundurinn setjist ekki upp fyrr en minnst hálfur tíminn er liðinn.
  • Færi hundurinn sig úr stöðu sem jafngildir þrefaldri eigin lengd, geltir eða vælir, skal ekki fá hærri einkunn en 8.
  • Færi hundurinn sig úr stöðu sem jafngildir þrefaldri eigin lengd eða vælir og geltir stöðugt, fæst æfingin ekki viðurkennd ef þetta gerist áður en tíminn (2 mínútur) er liðinn. Gerist þetta eftir að tíminn er liðinn skal ekki gefa hærra einkunn en 8.


Æfing 3: Hælganga í taumi
Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll”. Leyfð frá kyrrstöðu og í hraðabreytingum.

Framkvæmd:
Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Leiðandi skal halda í
tauminn með vinstri hendi. Hundurinn skal ganga viljugur í lausum taumi við vinstri
hlið leiðandans með höfuðið eða herðar í beinni línu við vinstri fót leiðandans.
Æfingin skal fela í sér eðlilega göngu með beygjum og stoppum, hæga og hraða
göngu án beygja. Hundurinn skal setjast hratt og án skipunar í hvert sinn sem
leiðandi stoppar.

Dómaraleiðbeiningar: Öll frávik sem parið gerir skal endurspeglast í einkunnargjöf.
Hundur sem togar stöðugt í tauminn eða þarf að „draga” áfram, skal ekki fá
viðurkennda einkunn.


Æfing 4: Hælganga án taums
Margföldun: 4 Hámarksstigagjöf: 40
Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll”. Leyfð frá kyrrstöðu og í hraðabreytingum.

Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Hundurinn skal ganga
viljugur við vinstri hlið leiðandans með höfuð eða herðar í beinni línu við vinstri fót
leiðandans. Æfingin felur í sér eðlilega göngu með beygjum og stoppum, hæga
göngu og hraða göngu án beygja. Hundurinn skal setjast hratt og án skipunar í hvert
sinn sem leiðandi stoppar.

Dómaraleiðbeiningar: Öll frávik sem parið gerir skal endurspeglast í
einkunnargjöfinni. Ekki skal viðurkenna æfingu hunds sem gengur burt frá leiðanda
eða fylgir leiðanda með lengra en eins meters fjarlægð stóran hluta af æfingunni.


Æfing 5: Liggja úr kyrrstöðu

Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Skipanir: Orð eða merki fyrir „kyrr”, „liggja” og „hæll”.

Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki gengur
leiðandi með hundinn lausan á hæl u.þ.b. 10 metra. Eftir nýtt merki stoppar
leiðandinn og skipar hundinum að leggjast. Leiðandi gengur síðan u.þ.b. 10 metra
frá hundinum sem er enn í liggjandi stöðu. Leiðandi fær eftir það merki um að fara til
baka til hundsins og stoppa og snúa sér við u.þ.b. einn metra fyrir aftan hundinn.
Leiðandi fær svo merki um að ganga til baka til hundsins. Eftir nýtt merki frá dómara
skal skipa hundinum að setjast upp.

Dómaraleiðbeiningar:

  • Að leggjast niður er aðalþáttur æfingarinnar og skal einkunn endurspegla hversu viljugur hundurinn er til að leggjast og hversu rólegur hann liggur kyrr.
  • Leggst hundurinn ekki eftir fyrstu skipun skal æfingin ekki viðurkennd.
  • Hundur sem reisir sig upp eða sest upp (eftir að hafa lagst niður) skal ekki fá hærri einkunn en 5, ef hann gerir þetta áður en leiðandi hefur stoppað og snúið sér við.
  • Ef hundurinn sest upp eða reisir sig eftir að leiðandi hefur stoppað og snúið sér við, skal hann ekki fá hærri einkunn en 8.



Æfing 6: Innkall frá sitjandi stöðu
Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Skipanir: Orð eða merki fyrir „sitja kyrr” og „hæll”.

Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn sitjandi við vinstri hlið leiðandans. Eftir
merki skipar leiðandinn hundinum að vera kyrr sitjandi. Eftir nýtt merki gengur
leiðandi u.þ.b. 15 metra frá hundinum og snýr sér svo á móti hundinum. Leiðandi
fær svo nýja skipun um að kalla hundinn inn í upphafsstöðu.

Dómaraleiðbeiningar: Það að vera ekki viljugur í þessari æfingu hefur í för með sér
verulega lækkun á einkunn.

  • Ef hundurinn kemur ekki til leiðanda eftir fyrstu innkallsskipun skal hann ekki fá hærri einkunn en 7.
  • Ef hundur er ekki kominn til leiðanda eftir 2 skipanir, skal æfingin ekki viðurkennd. Færir hundurinn sig úr stöðu sem jafngildir þrisvar sinnum eigin lengd áður en leiðandi hefur stoppað og snúið sér við, skal æfingin ekki viðurkennd.
  • Færir hann sig minna en þrisvar sinnum eigin lengd skal einkunnin ekki vera hærri en 7.
  • Ef hundurinn byrjar að hreyfa sig í átt að leiðanda fyrir innkallsskipunina eftir að leiðandi hefur stoppað og snúið sér við, skal ekki gefa hærri einkunn en 7.
  • Hundur sem reisir sig upp eða leggst niður án þess að færa sig úr stað, áður en kallað er í hann, skal ekki fá hærri einkunn en 8. Mikil áhersla er lögð á að hundurinn velji styttstu leið og komi á góðum hraða til leiðanda.



Æfing 7: Standa á göngu
Margföldun: 3 Hámarksstigagjöf: 30
Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll” og „standa”.

Framkvæmd: Æfingin byrjar með hundinn í upphafsstöðu. Eftir merki gengur
leiðandi með hundinn lausan á hæl í u.þ.b. 10 metra að fyrir fram ákveðnum stað
þar sem leiðandi skipar hundinum að standa á göngu. Leiðandi heldur áfram göngu
u.þ.b. 10 metra. Leiðandi stoppar við skipun dómara og snýr sér við. Leiðandinn fær
svo skipun um að ganga til hundsins. Eftir merki skal hundinum skipað í
upphafsstöðu.

Dómaraleiðbeiningar:

  • Hundurinn skal stoppa snarlega í standandi stöðu til að ná hæstu stigagjöf.
  • Hundur sem stoppar ekki við fyrstu skipun fær æfinguna ekki viðurkennda.
  • Til að ná viðurkenndri einkunn þarf hundurinn að stoppa innan marka sem eru tvisar sinnum eigin lengd eftir að leiðandi hefur gefið skipun.
  • Hundur sem leggst eða sest eftir að hafa fyrst stoppað í standandi stöðu skal ekki fá hærri einkunn en 5, ef þetta gerist áður en leiðandi hefur stoppað og snúið sér við. Ef þetta gerist eftir að leiðandi hefur snúið sér við skal ekki gefa hærri einkunn en 8. Ef leiðandi snertir hundinn er æfingin ekki viðurkennd.



Æfing 8: Hoppa yfir hindrun
Margföldun: 2 Hámarksstigagjöf: 20
Skipanir: Orð eða merki fyrir „hæll” og „hoppa”.

Framkvæmd: Leiðandi stendur með hundinn í upphafsstöðu u.þ.b. 10 metra frá
hindruninni. Eftir merki skal leiðandi ganga með hundinn lausan á hæl og skipa
hundinum að hoppa yfir hindrunina. Leiðandi skal ganga fram hjá hindruninni á
eðlilegum gönguhraða og halda áfram að ganga með hundinn lausan á hæl þar til
hann fær merki um að stoppa, eftir u.þ.b 10 metra. Hindrunin skal vera þétt og
hæðin við u.þ.b. axlarhæð hundsins eða sem næst því upp að 10 cm, hæst þó einn
metra. Leiðandi má biðja um að hafa hindrunina hærri en axlarhæð hundsins upp að
hámarki einum metra.

Dómaraleiðbeiningar: Ef hundur kemur við hindrunina sama hversu lítið það er (að
undantöldu skotti), skal ekki gefa hærra einkunn en 8. Hundur sem stoppar fyrir
framan hindrunina og neitar tvisvar að hoppa fær æfinguna ekki viðurkennda.


Æfing 9: Heildarmat
Margföldun: 1 Hámarksstigagjöf: 10

Dómaraleiðbeiningar: Með heildarmati er fyrst og fremst átt við samvinnu milli
hunds og leiðanda, auk vilja og vinnugleði hundsins í gegnum allar æfingarnar. Taka
skal tillit til hegðunar hunds og leiðanda meðan á æfingunum stendur og á milli
þeirra. Þá skal einnig tekið tillit til skapgerðar viðkomandi hundakyns.

Hámarksstigagjöf: 200

Athugasemd: Ef hundi mistekst í einhverri æfingu og dómarinn telur að það byggist
á misskilningi, er leyfilegt að parið endurtaki æfinguna.
Fyrir framkvæmd á æfingum sjá hluta tvö.

Þýtt af Moniku Karlsdóttur
Yfirfarið og stafðfært af Birni Ólafssyni og Valgerði Júlíusdóttur.