Reglur um skráningu í ættbók hjá HRFÍ

Til að hvolpar fáist skráðir í ættbók HRFÍ gilda eftirfarandi reglur félagsins

Dvergschnauzer:

  • Augnvottorð: Vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun.
  • Greinist hundur með staðfesta arfgenga starblindu (cataract) skal hann skráður í ræktunarbann.
  • Lágmarksaldur tíka við pörun er 20 mánaða.
  • DNA prófa skal vegna PRA B
    Greinist hundur með arfgenga sjónurýrnun (PRA), hvaða gerð sem er, er hann settur í ræktunarbann og fást hvolpar undan honum ekki ættbókafærðir. Að sama skapi eru foreldrar, systkini og áður skráð afkvæmi hundsins sett í ræktunarbann, nema sýnt sé fram á með DNA prófi að hundarnir séu hreinir af öllum þeim PRA gerðum sem þekkt eru í kyninu. Þekktan PRA bera má einungis para við arfhreinan hund.
  • Sýni, hvort sem um ræðir blóð, stroku- eða annars konar sýni, skulu tekin af dýralækni.
  • Bera má einungis nota í ræktun á móti arfhreinum hundum. Sýktir hundar eru settir í ræktunarbann. Í þeim tilvikum þar sem báðir foreldrar eru með DNA niðurstöður fríir (Normal/Clear, N/C), telst afkvæmi arfhreint fyrir þeirri gerð (Normal/Clear by Parentage, N/C/P). DNA prófa þarf næstu kynslóð á eftir.

Arfgeng sjónurýrnun (PRA) greinist oftast eftir fjögurra ára aldur hundsins eða síðar við augnskoðun, en með DNA prófi greinist það strax.

Rannsóknarstofa sem deildin mælir með er Labogen í Þýskalandi.
Hægt er að óska eftir sýnatökupinnum frá þeim og senda þeir þá frítt. 

Deildin mælir með að ræktendur panti Combination Miniature schnauzer test. 

 

Schnauzer:
Undaneldisdýr skulu mjaðmamynduð.

 
Risashnauzer

Undaneldisdýr skulu mjaðmamynduð. Greinist hundur með mjaðmagráðun D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.


Um öll hundakyn gildir að greinist hundur með alvarlegt mjaðma- eða olnbogalos, HD gráðu E eða AD gráðu 3, fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundur með mjaðmagráðun (HD) C eða D (AD gráðun 1 eða 2), má aðeins para með hundi með A eða B gráðun (AD gráðun 0). 

Deildin hvetur jafnframt ræktendur sem og aðra félagsmenn að kynna sér lög og reglur HRFÍ um skráningu í ættbók.