Reglur um skráningu í ættbók hjá HRFÍ

Til að hvolpar fáist skráðir í ættbók HRFÍ gilda eftirfarandi reglur
auk almennra reglna um skráningu í ættbók HRFÍ

Dvergschnauzer:

 • Augnvottorð: Vottorð má ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun. (Gildir frá 20.01.2010).
 • Greinist hundur með staðfesta arfgenga starblindu (cataract) skal hann skráður í ræktunarbann. (Gildir frá 1. apríl 2011).
 • Lágmarksaldur tíka við pörun er 20 mánaða (skv.beiðni Schnauzerdeildar 14.04.10)
 • Öll undaneldisdýr skulu DNA -type prófuð og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega ekki sýkt vegna erfða frá PRA B foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P). Heimilt er þó að para hund sem hefur greinst sem PRA beri svo framanlega að hinn hundurinn sé PRA hreinn. Ræktunardýr sem eru undan PRA B fríum foreldrum þarf ekki að DNA testa við skjúkdómnum.
  Tekur gildi 1.12.2019


  Um öll hundakyn gildir að greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) er hann settur í ræktunarbann og fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Að sama skapi eru foreldrar, systkini og áður skráð afkvæmi hundsins sett í ræktunarbann, nema sýnt sé fram á með DNA prófi að hundarnir séu hreinir af öllum þeim PRA gerðum sem þekkt eru í kyninu. Þekktan PRA bera má einungis para við arfhreinan hund. 

 

Schnauzer:

 • Mjaðmamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. (Gildir frá 01.01.2011).
 • Augnvottorð: Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum
  ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann. (Gildir frá
  01.09.2012

Risaschnauzer:

 • Mjaðmamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. (Gildir frá 01.11.1999).
 • Greinist hundur með mjaðmalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 1.júní 2010).
 • Augnvottorð: Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum
  ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann. (Gildir frá 01.09.2012).

 

Auk þess mælir deildin með eftirfarandi og hvetur ræktendur sem og aðra
félagsmenn til að kynna sér grundvallarreglur Hrfí :


Dvergschnauzer

 • Undaneldisdýr hafi fengið Excellent eða Very good á sýningum.
 • Hundur fari ekki í augnskoðun fyrr en hann sé orðinn 1 árs.

Schnauzer

 • Mjaðmamyndir: Niðurstaða sé A (frír) eða B (frír).
 • Undaneldisdýr hafi fengið Excellent eða Very good á sýningum.
 • Undaneldisdýr hafi lokið skapgerðarmati á vegum Hrfi.
  Hér má sjá óskaniðurstöðu fyrir schnauzer.

Risaschnauzer

 • Mjaðmamyndir: Niðurstaða sé A (frír) eða B (frír).
 • Olnbogamyndir: Niðurstaða sé frí.
 • Augnvottorð: Vottorð má ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun.
  Ekki skal rækta undan hundum með arfgenga augnsjúkdóma. 
 • Undaneldisdýr hafi fengið Excellent eða Very good á sýningum.
 • Bronspróf
 • Sporapróf
 • Undaneldisdýr hafi lokið skapgerðamati með viðunandi árangri.
  Hér má sjá óskaniðurstöðu fyrir risann.


HRFI mælir með að skapgerðamat sé gert á aldrinum 12-18 mánaða, en ekkert mælir gegn því að hundar séu eldri þegar matið er gert.

Skapgerðamat er venjulega aðeins frá maí fram í lok ágúst og tekur aðeins tæpa klukkustund.
Augnskoðanir á vegum HRFÍ eru aðeins tvisvar á ári, á vorin og haustin.
Verið því tímanlega í að panta.