Stjörnugjöf fyrir got/ræktun

Stjörnugjöf fyrir got/ræktun

AUGNSKOÐUN: Tilgangur augnskoðunar er að tryggja eins vel að dýrið sé laust við þá augnsjúkdóma sem finnast í tegundinni. Þessi skoðun er skylda hjá Hrfí fyrir dvergschnauzer til þess að geta ræktað undan viðkomandi dýri. Þessi liður gefur gotinu 1 stjörnu.

MJAÐMAMYNDIR: Þessi skoðun er skylda hjá Hrfí fyrir standard schnauzer og risa til að geta ræktað undan viðkomandi dýri. Þessi liður gefur gotinu 1 stjörnu. 

SÝNINGAR: Tilgangur sýningar er að leggja mat á árangur í ræktunarstarfi á bæði byggingu og hreyfingu. Mikilvægi þess fyrir ræktun er að skoða heilbrigði hundsins, þar koma hreyfingar, skap, tennur og feldgerð til sögunnar. Til að fá stjörnugjöf við þennan lið þurfa viðkomandi hundar í ræktun að fara á amk 3 sýningar með dóm frá  þrem mismunandi dómurum með Excellent eða Very good í einkunn. Þessi liður getur gefið gotinu 1 stjörnu.

 

MEISTARATITLAR:  Ef viðkomandi foreldrar/hundar hafa öðlast fastan meistaratitil á sýningum er hægt að fá 1 stjörnu fyrir sitt hvort foreldrið sem notað er í ræktun. Ef bæði eru með fastan sýningartitill getur þessi liður gefið 2 stjörnur.

 

AUKATEST: Hægt er að taka aukatest hjá Labogen fyrir ýmsum sjúkdómum sem geta fundist í tegundinni en eru þó afar sjaldgæfir. Með frekari testum er verið að draga úr að nota bera sem geta borið með sér gen, þó án þess að vera sýktir. Þessi liður getur gefið gotinu 1  stjörnu ef annað foreldrið hefur farið í aukatest.

 

HEILSUFARSSKOÐUN: Hægt er að gera heilsufarsskoðun á hund fyrir pörun td. skoða hné, mjaðmir og olnboga, hjarta og almenna heilsu hundsins.  Þessi liður getur gefið gotinu 1 stjörnu ef annað foreldrið hefur farið í heilsufarsskoðun.

 

MEISTARAEFNI Á RÆKTENDA YFIR ÁRIÐ: Ef ræktandi fær 3 CK/meistaraefni á hund í sinni eigu yfir árið getur viðkomandi ræktandi fengið 1 stjörnu fyrir auglýst got. Stigin geta verið á hundi úr eigin ræktun eða t.d innfluttum hundi en þó alltaf í eigu viðkomandi ræktenda.

 

Alls getur ræktandi hlotið 7 stjörnur fyrir gotið sitt en þó aldrei minna en 1 stjörnu ef farið er eftir kröfum og reglum sem Hrfí setur.

Þeir sem vilja fá gotin sín auglýst á deildarsíðunni þurfa að senda vefumsjón þessar upplýsingar.