Ræktendur geta sent póst á ritstjóra til að auglýsa got sem standast kröfur HRFI á deildasíðunni. Sjá upplýsingar um reglur um skráningu í ættbók.
Got undir "Væntanleg got" verða fjarlægð hafi upplýsingar um gotið ekki borist ritstjóra sjö dögum eftir að áætlaður fæðingardagur gotsins er.
Upplýsingar sem þurfa að berast eru: Áætlaður fæðingardagur, áætlaður litur gots, nöfn forelda og upplýsingar um ræktandann - símanúmer, netfang og veffang.
Got undir "Fæddir hvolpar" verða auglýst í þrjá mánuði eftir að hvolparnir fæðast. Eftir það verður það tekið út af síðunni nema óskað sé sérstaklega eftir því að auglýsa það lengur.
Upplýsingar sem þurfa að berast er: Fæðingardagur, fjöldi hvolpa, kynja og litaskiptin.