Fundargerðir


06.05.2009

Schnauzerdeild HRFI

 

Stjórn og nefndir

Stjórn

Margrét Kjartansdóttir

Klara Símonardóttir

Valgerður Stefánsdóttir

Margrét Ásgeirsdóttir

Líney Björk Ívarsdóttir

Fráfarandi stjórnarmeðlimir

Rakel Rán Guðjónsdóttir

Anna D. Hermannsdóttir

 

Sýninga- og kynningarnefnd

Anna Björk Marteinsdóttir

Dagný Ívarsdóttir

María Björg Tamini

Göngunefnd

Sigrún Valdimarsdóttir

Ragnhildur Gísladóttir

 

 

 

Ræktunarkröfur og heimasíða

Stjórn Schnauzerdeildar hefur fundað alls 9 sinnum frá síðasta aðalfundi. Rætt hefur verið um kröfur til ræktunardýra og hvort og hvernig ætti að breyta þeim.

 

Skjaldkirtilsvandamál í risaschnauzer hafa verið skoðuð en borið hefur á því vandamáli í tegundinni erlendis. Ákveðið var að deildin mælti með að mæling sé gerð á skjaldkirtli á þeim dýrum sem stefnt er á að rækta undan.       

 

Litablöndun hefur verið til umræðu á fundum stjórnar og ákveðið að ekki væri rétt að banna hana að svo stöddu. En þar sem hún er umdeild í heiminum þá hlýtur það að vera verkefni ræktunardeildar að taka hana til umræðu og fylgjast með framvindu mála bæði hér á landi og í öðrum löndum.

 

Fyrirlestrar og fræðsla

  • Haldin var kynning á hundafimi fyrir dvergschnauzer og var hún vel sótt og skemmtileg.
  • Nokkrir dvergschnauzerar fóru svo á námskeið í kjölfarið
  • Eitt fræðslukvöld var um tannhirðu hunda og algenga sjúkdóma.

 

Sýningar, kynningar og keppnir

  • Deildinni var boðið að taka þátt í sýningu Mjóhundadeildar sem haldin var 20.-21. september 2008. Nokkrir schnauzerar tóku þátt.
  • Ákveðið hafði verið að halda deildarsýningu í janúar en hætt var við hana vegna kreppu og bankahruns.
  • Schnauzer  tók þátt í kynningum á smáhundum og stórum hundum í Garðheimum.
  • Schnauzerdeildin tók þátt í að skipuleggja og halda sporapróf með vinnuhundadeild á árinu. Prófið var haldið 2. nóvember 2008 og varð standard schnauzerinn Bláklukku Byr Rúfus stigahæsti hundur prófsins með 96 stig af 100 mögulegum. 

Augnskoðun

Alls fóru 38 dvergschnauzerar í augnskoðun á árinu og einn risaschnauzerar. Einn dvergschnauzer greindist með arfgengt collie eye anomaly og fjórir með arfgengt distichiasis.

 

Mjaðma- og olnbogamyndir

Tveir standard schnauzer og einn risaschnauzer fóru í mjaðma- og olnbogamyndatöku. Standardschnauzerarnir báðir voru A/fríir á olnbogum og mjöðmum. Risaschnauzerinn var A/frír á olnbogum og með B og C mjaðmir.

 

Skapgerðarmat

Fimm dvergschnauzerar og tveir standard schnauzerar fóru í skapgerðarmat.

 

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2008

Got

Dvergschnauzer

17 got þar sem fæðst hafa 33 svart/silfur hvolpar, 9 pipar og salt, 55 svartir og einn hvítur.

  

Standard schnauzer

Ekkert got  

 

Risaschnauzer

Ekkert got

 

Innflutningur

1 svart/silfur dvergschnauzer

2 hvítir dvergschnauzer

2 svartir dvergschauzer

1 svartur standard schnauzer

1 svartur risaschnauzer

Meistarar

Fjórir dvergschnauzer og einn standard schnauzer hlutu titilinn íslenskur meistari:

ISCH Denethor King of Dolina Rivendell

ISCH Scedir Edgarallanpoe

ISCH Dark Prince Hermes

ISCH  Caruso of Taita´s Ushabti

ISCH Bláklukku Byr Rúfus

 

Stigahæsti hundur deildarinnar var Svartskeggs Darth Vader frá Jackpot með 5 stig og

stigahæsti ræktandinn varð Bláklukkuræktun sem hlaut átta meistaraefni úr sinni ræktun.

 

Ekki hefur tekist að halda lífi í nefndum þetta árið og engin ganga hefur verið á vegum deildarinnar. Farið var af stað með vinnunefnd til að virkja áhuga fólks á að vinna með hundana sína og var stefnt að vinnuhundaprófum. Ekki er talin þörf á þeirri nefnd lengur þar sem starfandi er Vinnuhundadeild á vegum Hrfi.