Fundargerðir


10.03.2010

Schnauzerdeild HRFI
 
Stjórn og nefndir
Stjórn
Margrét Kjartansdóttir
Klara Símonardóttir
Valgerður Stefánsdóttir
Margrét Ásgeirsdóttir
Líney Björk Ívarsdóttir
 
 
Sýninga- og kynningarnefnd
Anna Björk Marteinsdóttir
Dagný Ívarsdóttir
María Björg Tamini
Göngunefnd
Sigrún Valdimarsdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
 
 
 
 
Stjórnin fundaði 6 sinnum frá síðasta aðalfundi og hélt 1deildarfund þann 17 nóvember, þar sem félagsmönnum gafst kostur á að koma með tillögur um starfsemi deildarinnar auk þess sem fjármál og fjáröflun deildarinnar var rædd. En helsta tekjulind deildarinnar fram að þessu hefur verið sýningarþjálfun og á deildin nú 99.161 kr.
 
Allar fundargerðir stjórnar er hægt að lesa á deildarsíðuni.
 
Stjórn sótti um kennitölu fyrir deildina, til að hægt væri að stofna bankareikning og er kennitala deildarinnar: 601109-0930
 
Ræktunarkröfur
 
Stjórn ákvað að fara fram á breytingar á reglum um skráningu í ættbók og var samþykkt af stjórn HRFÍ að eftirfarandi breytingar tækju gildi frá 1. júní 2010:
 
Dverschnauzer:
  • Gildistími augnvottorða verður lengdur úr 12 í 18 mánuði.
 
Risaschnauzer:
  • Mjaðmamyndir : Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. Greinist hundur með mjaðmalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók.
 
  • Við nánari athugun þótti stjórn deildarinnar ekki ástæða til að mæla sérstaklega með því að skjaldkirtilsmæling sé gerð á risaschnauzer fyrir pörun.
 
Stjórn deildarinnar hvetur ræktendur til að fylgjast vel með heilsufarsvandamálum sem kunna að finnast í þeirra tegund og heilbrigði hunda sinna og að rækta eingöngu undan heilbrigðum dýrum.
 
Viðburðir á vegum deildarinnar.
  • Deildin hefur fengið samþykki fyrir að halda lokað hlýðni og sporapróf í ágúst og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. 
  • Schnauzergöngurnar voru endurvaktar og hefur verið farið í 8 göngur á árinu.
  • Deildin var með bás á afmælishátíð HRFÍ og keypti af því tilefni trégrindur til að skapa fallegri umgjörð um básinn okkar. Grindurnar hafa einnig verið notaðar í bás deildarinnar á sýningum félagsins.
  • Schnauzer tók þátt í kynningum á smáhundudadögum í Garðheimum og verður einnig með þegar stórir og millistórir hundar verða kynntir þar.
  • Haldnar hafa verið sýningarþjálfanir í samvinnu við Shihztu og Fuglahundadeild fyrir allar sýningar HRFÍ. Fyrir síðustu sýningu var sú nýbreytni tekin upp að í staðin fyrir að stjórn sæi að mestu um þjálfunina var einum aðila,Elisi Veigari Ingiberssyni falið að sjá um hana og fá með sér aðstoðarfólk.
  • Brynja Tomer hélt fyrirlestur í tengslum við sýningarþjálfun. Fyrirlesturinn tókst vel og var mjög vel sóttur.
Augnskoðun
Alls fóru 52 dvergschnauzerar í augnskoðun á árinu. Tveir greindust með cataract, annar á báðum augum og var settur í ræktunarbann en hinn á öðru auga og verður augnskoðaður aftur að ári liðnu.
 
 
Mjaðma- og olnbogamyndir
Einn standard schnauzer og einn risaschnauzer fóru í mjaðma- og olnbogamyndatöku. Báðír greindust fríir á olnbogum og með A mjaðmir.
 
Skapgerðarmat
Enginn schnauzer fór í skapgerðarmat á árinu.
 
Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2009
Got
Dvergschnauzer
12 got þar sem fæðst hafa 25 svart/silfur hvolpar, 25 svartir, 4 pipar og salt og 6 hvítir.
  
Standard schnauzer
Eitt got þar sem fæddust 12 hvolpar pipar og salt.
 
Risaschnauzer
Ekkert got
 
Innflutningur
1 pipar og salt dvergschnauzer
1 hvítur dvergschnauzer
 
Meistarar
Sex dvergschnauzerar, einn risaschnauzer og tveir standard schnauzerar hlutu titilinn íslenskur meistari:
ISCH Gríma frá Ólafsvöllum
ISCH Svartskeggs Dutchess Delux
ISCh Ísabella frá Ólafsvöllum
ISCH PLCH Sasquehanna (FCI) Grog
ISCH Freydís frá Ólafsvöllum
ISCH SUCH Dynamic Dolce Vita of Roxy´s Pride
ISCH Svartskeggs Black Pearl
ISCH Bláklukku Blíð
ISCH Bláklukku Bjartur Tómas
 
Tveir dvergschnauzerar hlutu titilinn alþjóðlegur meistari:
C.I.B. ISC SHUCH PLCH Dark Prince Hermes
C.I.B. ISCH Scedir Edgar Allan Poe
 
Stigaútreikningur deildarinnar
Á aðalfundi Schnauzerdeildarinnar í maí 2009 var stigahæsti ræktandi schnauzer heiðraður í fyrsta sinn, en það er sá ræktandi sem á flest meistaraefni á öllum sýningum félagsins almanaksárið á undan. Stjórn deildarinnar hefur nú nýverið kynnt reglur til að reikna út stigahæsta hundinn. Við samningu reglnanna voru hafðar til hliðsjónar reglur annarra deilda ásamt sjónarmiði félagsmanna og stjórnar. Ákveðið hefur verið að nýju reglurnar gildi í tvö ár til reynslu og verði teknar til endurskoðunar að þeim tíma liðnum. Við samningu reglnanna var haft að leiðarljósi að stigagjöfin væri sanngjörn og til þess fallin að vera ræktendum hvatning til að auka gæði hundanna í stofninum sem og að auka áhuga hins almenna hundaeiganda til að taka þátt í sýningum. Hægt er að kynna sér stigatöfluna á heimasíðu deildarinnar.
 
 Stigahæsti hundur Schnauzerdeildar árið 2009 er Hjartagulls Belladís með 50 stig.

Og stigahæstu ræktendurnir eru tveir: Bláklukkuræktun annað árið í röð með 15 stig og frá Ólafsvöllum einnig með 15 stig.
 
Að lokum vill stjórn þakka öllum sem hafa lagt deildinni lið á árinu, því án þeirra væri erfitt að halda uppi starfsemi í deildinni okkar.