Fundargerðir


16.04.2011

chnauzerdeild HRFI
 
Stjórn og nefndir
Stjórn
Margrét Kjartansdóttir
Fríður Esther Pétursdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
Rakel Rán Guðjónsdóttir
Sigrún Valdimarsdóttir
Sýninga- og kynningarnefnd
Ragnhildur Gísladóttir
Göngunefnd
Sigrún Valdimarsdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
 
 
 
Stjórn er búin að hittast 10 sinnum frá síðasta aðalfundi og hélt opin deildarfund þann 5.október
þar sem félagsmönnum gafst kostur á að koma með tillögur um starfsemi deildarinnar auk þess sem
fjármál og fjáröflun deildarinnar var rædd. En helsta tekjulind deildarinnar fram að þessu hefur verið
sýningarþjálfanir og snyrtinámskeið. Allar fundgerðir stjórnar má lesa á netinu.

Breytingar á ræktunarkröfur:
  • Breyting var gerð á aldri ræktunartíka í dvergschnauzer úr 24 mánaða í 20 mánaða.
  • Krafa var sett á mjaðmamyndatöku á standard schnauzer.
  • Þeir dvergschnauzer hundar sem greinast með afgengt Cataract fara sjálfkrafa í ræktunarbann.

Viðburðir á vegum deildarinnar á starfsárinu.

  • Deildin var með einstaklega vel heppnaða páska og jólagöngu, plús ýmsar göngur bæði taumgöngur og lausagöngur sem þóttust heppnast vel.
  • Schnauzer tók þátt í kynningum á hundadögum í Garðheimum og einnig vorum við með á kynningarbás á sýningum HRFI , en í ljós kom að grindarefnið sem hafði verið keypt var og þungt og erfitt í geymslu þannig að stjórn ákvað að endurskoða básinn og var nýtt útlit notað á síðustu sýningu félagsins og á Ragnhildur heiðurinn af því útliti.
  • Haldnar hafa verið sýningarþjálfanir í samvinnu við Shihztu og Fuglahundadeild fyrir allar sýningar HRFÍ, núna fyrir síðustu sýningu voru þær haldnar í húsnæði gæludýr.is að Korputorgi og báru Margrét og Rakel þungan af þeim þjálfunum, þó allir stjórnameðlimir hafi eitthvað aðstoðað.
  • Þann 4 ágúst var haldið lokað vinnupróf, 4 hundar mættu í prófið.
  • Deildin hélt mjög vel heppnaðan nýliðadag í Sólheimakoti.
  • Í janúar var vel sótt snyrtinámskeið sem Margrét og Guðbjörg stóðu fyrir í Sólheimakoti.
  • Hápunktur starfsársins var án efa vel heppnuð tvöföld deildasýning sem við héldum í samvinnu við Am.cocker og cavalierdeild í byrjun mars í Garðheimum.

Augnskoðanir 2010.

05- 06 júní
20 hundar fóru í augnskoðun, 1 greindust með Arfgengt Persisterende Pupilmemran og 1 greindist
með Cataract
20-21.nóv
31 hundur fóru í augnskoðun 1 hundur greindist með hugsanlegt Cataract.

Innfluttir hundar á árinu.

2 Risa Schnauzerar
1 svartur standard
1 pipar og salt standard
3 pipar og salt dvergar
4 svartir dvergar

Got

Dvergschnauzer

3- Kolskeggs - 14 svartir hvolpar
2- Helguhlíðar - 13 svart og silfur hvolpar
2- Made in Iceland - 13 hvolpar (10 hvítir og 3 Svartir)
2- Svartwalds - 11 svartir hvolpar
1 - Merkurlautar - 7 svartir hvolpar
1 - Hjartagulls - 7 svart og silfur hvolpar
1- Svarthöfða - 5 svartir hvolpar
1- Tröllatrúar - 5 svartir hvolpar
1 - Svartskeggs - 4 hvolpar (2 svartir og 2 salt og pipar)
1- Frá Ólafsvöllum - 4 hvolpar (2 svartir og 2 svart og silfur)
1- Huldubrautar - 4 hvolpar (1 svartur og 3 salt og pipar)
1- Hrímnis - 3 hvítir hvolpar
1- IceNice - 3 hvolpar (2 svartir og 1 svart og silfur)
1- Eyrún Tryggva - 3 svartir hvolpar

Samtals: 97 hvolpar í 19 gotum. Þar af 55 svartir, 5 pipar og salt, 13 hvítir og 23 svart og silfur.

Standard schnauzer

1 – Black Standard - 7 svartir hvolpar

Risaschnauzer
Ekkert got varð á árinu.

Meistarar

Tveir hundar hlutu titilinn íslenskur sýningarmeistari.
ISsCH Svartskeggs African Queen
ISsch Svartskeggs About Time.

Sex hundar hlutu titilinn íslenskur Meistari á árinu.
ISCH Bláklukku Dilla
ISCH Christmas Baby Grand Calvera
ISCH Silfurskugga Capone White Boss
ISCH Silfurskugga Griffin PS Flying High
ISCH Merkurlautar Hómer
ISCH Just for Merkurlaut Misurata

Þrír hundar hlutu titilinn alþjóðlegur meistari á árinu.
C.I.B. ISCH Svartskeggs Black Pearl svartur Risa schnauzer
C.I.B. ISCH Bláklukku Byr Rúfus Tindareifsson salt og pipar Schnauzer
C.I.B SUCH ISCH Dynamic Dolce Vita of Roxy´s Pride hvítur Dverg schnauzer

Mjaðamyndir

Tveir Risa schnauzerar voru mjaðmamyndaðir á árinu, annar er með A mjaðmir en hinn C.

Skapgerðarmat

Einn Risi fór í skapgerðarmat og lauk án athugasemda.

Stigahæsti hundur/ræktandi.

Breytingar voru gerðar á talningu til stigahæsta ræktenda og hunds, talningakerfið einfaldað mikið og
farið var yfir nákvæmlega hvaða hundar og ræktendur eigi að telja, en þegar var farið að skoða fyrri
talningar kom í ljós mikið af villum sem rekja má til þess að talningakerfið var of flókið, engar þó sem
höfðu áhrif á stigahæsta ræktenda eða hund síðasta árs.

Stigahæsti hundur ársins er Merkurlautar Ísar

Stigahæsti ræktandi ársins er Helguhlíðarræktun

Í ár verður í fyrsta skipti heiðrað líka stigahæsta vinnuhund ársins og hefur deildin fjárfest í bikar í
samræmi við hinar stytturnar.

Stigahæsti vinnuhundur ársins er Bláklukku Bjartur Tómas