Fundargerðir


09.10.2006

Aðalfundur hjá Schnauzerdeild – 9.okt kl.20.00 Sólaheimakoti.  
 
Fyrir fund hittist stjórn deildar og ræddi ýmis mál. Meðal annars að skoða að senda bréf til stjórnar um að gera augnskoðun sem kröfu hjá dvergschnauzer svo ættbók fáist á got, stefna á sýningu næsta vor eða haust og skoða þá vissan allround dómara sem er með sérþekkingu á schnauzer, skoða kröfu um mentaltest og hvort mentaltestdómarar séu nógu meðvitaðir um hvernig æskileg skapgerð á að vera hjá schnauzer.
 
Á fundinum eru mættir allir úr stjórn deildar. Fundur var settur og fundastjóri var valin Margrét. Stjórn kynnt og formaður deildar kynnti markmið deildar og ræktunarreglur. Umræðan var gefin frjáls og gagnrýni kom á skapgerðamatsreglur og að ekki væri gerð krafa á það hjá deildinni, augnskoðun rædd og spurning var sett á loft afhverju ekki væri gerð krafa um augnskoðun á fleiri stærðir.
 
Kaffihlé.
 
Eftir kaffihlé var rætt heimasíða og gagnagrunnstengingu um það og að hafa allar upplýsingar aðgengilegar. Kynnt kaffisjóð deildarinnar og hvernig gengur að eiga peninga fyrir kostnaði heimasíðu.
 
Þrjár nefndir voru valdar og sjálfboðaliðar voru valdir.
 
Kynninganefnd.
Nefnd sem á að sjá um kynningarefni á básum félagsins.
Karen - karen@dobermann
Ragga - ragnhildurgisla@simnet.is
Magga - maggak@vortex.is
 
Sýninganefnd.
Nefnd sem á að sjá um undirbúning fyrir sýningar og skipulagningu í samvinnu við kynninganefnd í básum á sýningum. Sýninganefnd jafnframt hefur þá ábyrgð að skipuleggja mætingu fólks í það að taka af teppi eftir sýningu.
Vala - vala@simnet.is
Steini - stonem@midja.is
Dagný - dagnyi@talnet.is
 
Göngunefnd
Nefnd sem sér um að skipuleggja göngur, ákveða staðsetningar og koma upplýsingum til vefstjóra.
María - mariabjorg@strik.is
Anna - annada@seljarnanes.is
Rósa - trentrosa@hive.is
Þórunn - borgargardar@internet.is
 
Önnur mál, umræða kom um að halda opin fund um hundafimi, fá þjálfara til að koma og kynna. Almenna kynningafundi. Kynnt var hundasundlaug, rætt var um að skoða hundasund fyrir schnauzerhunda. Fundi slitið kl. 21.30.
Ritari: Fríður Esther