Fundargerðir


24.03.2007

Fundur stjórnar fyrir aðalfund haldinn í Sólheimakoti þann 24. mars 2007

 

Mættar voru: Líney Björk Ívarsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Fríður Esther Pétursdóttir og Sigríður Pétursdóttir.

 

Frá og með 1. október 2007 mun deildin ekki mæla með gotum undan standard- og risa schnauzer nema undaneldisdýr hafa farið í og staðist skapgerðarmat. Einnig mun deildin gera þá kröfu að augnskoða þurfi þessar stærðir fyrir pörun og augnvottorð skuli ekki vera eldri en 18 mánaða. Litablöndun var rædd. Síðasta sýning var rædd og ákveðið var að gera athugasemd um upplýsingarflæði til starfsmanna sýningar.Athuga með að fá farandbikara og gera athugasemd við HRFÍ um bikara sem þeir afþökkuðu. Rætt var hvort hvolpasala hefði átt sér stað á kynningu í Garðheimum og þá hjá stjórnarmeðlim, enginn niðurstaða fékkst.

Ritari Fríður Esther.