Fundargerðir


24.03.2007

Aðalfundur haldinn í Sólheimakoti 24.mars 2007 - Fundur settur kl 15.00

 

Samþykkt var að Líney yrði fundarstjóri og Margrét ritari, skýrsla stjórnar lesin og samþykkt.. Kosið var um lógó deildarinnar ,5 tillögur komu og var tillaga Fríðar Esterar kosið besta lógóið.

Kosning stjórnar fór einnig fram og tveir stjórnarmeðlimir stóðu frammi fyrir því að fara í endurkjör. Ákvað Margrét Ásgeirsdóttir að gefa aftur kost á sér í stjórn en ekki Þurý Bára Birgisdóttir. Rakel Guðjónsdóttir og Margrét Kjartansdóttir buðu sig einnig fram.

 

Atkvæði féllu þannig:

Margrét Kjartansdóttir 16 atkvæði

Rakel Rán Guðjónsdóttir 12 atkvæði

Margrét Ásgeirsdóttir 6 atkvæði

 

Margréti Ásgeirsdóttur og Þurý Báru Birgisdóttur er þakkað fyrir framlag þeirra í þágu deildarinnar og Margrét Kjartansdóttir og Rakel Guðjónsdóttir eru boðnar velkomnar til starfa.

 

Önnur mál:

Kannaður var áhugi fundarmanna á deildar-sýningu,sem virtist vera mikill og margir tóku til máls um tilhögun sýningar.

Ákveðið var að sækja um til HRFÍ að halda sýningu.

Tillaga kom um að setja skoðunarkönnun ínná heimasíðu.

Ritari Margrét Ásgeirsdóttir