Fundargerðir


10.04.2007

Fundur hjá stjórn deildar 10 apríl 2007 kl.17.00 Klúbbnum.

Mættar voru Líney, Fríður, Margrét, Rakel og Sigríður.

Ákveðið var að skoða möguleika á að fá Björn hjá dýralæknaþjónustu Garðabæjar til að halda fyrirlestur, kostnaður við að fá hann eru 15.000. Rakel var fengin til að skoða möguleikan á Sólheimakoti undir fyrirlesturinn.. Rætt var tilvonandi sýning veiðihundadeildar, mannskapsmál skoðuð og ákveðið var að einn aðili úr sýninganefnd færi með Líney á fund með veiðihundastjórn. Eins var ákveðið að skoða möguleika á fleiri spennandi fyrirlestrum og allir stjórnarmeðlimir ætluðu að hafa augun og eyrun opin. Líney benti á að aðrar deildir nota stundum fundasal Hótel Lindar sem kostar 7000 kr. Í lokin var rætt að hvort stjórnarmeðlimir séu að panta Sólheimakot á nafni deildarinnar í persónulegum tilgangi, í óþökk annara í stjórn. Fundi slitið kl.18.00

Ritari Fríður