Fundargerðir


17.07.2007

Fundur hjá stjórn deildar 17 júlí 2007 kl.19, í Garðabæ

Mættar Líney, Margrét, Fríður og Rakel.

Tekið var fyrir bréf hjá félagsmanni sem var ósáttur við að fá ekki erlend skapgerðamat, metið sem gild mat hjá HRFI.  Stjórn ákvað að senda skapgerðamatshóp bréf það sem deildin óskar eftir að þessi tiltekni hundur verði látin ganga fyrir  enda mjög mikilvægt að hann komist að í ár. Rætt var þörf á að kanna hjá sýninganefnd að setja schnauzerinn ekki alltaf fyrst í sýningahring, ákveðið að falla frá því að senda þeim póst. Ákveðið var að breyta orðalagi um skapgerðamat á heimasíðunni.  Umræða var um augnskoðun hjá schnauzer og risaschnauzer, ekki var talin þörf á að setja það inn sem kröfu í bili en mæla samt með að eigendur þessara hunda láti augnskoða þá. Umræða var um ósk pincher eiganda að verða hluti af deildinni,  ákveðið var að það væri ekki tímabært. Ákveðið var að got verði ekki auglýst á síðunni fyrr en eftir pörun og að þau fái að standa í 3 mánuði frá fæðingardegi.  Umræða var um sérsýninguna i janúar, en ákveðið hefur verið að vera í samstarfi við DIF með sýningu, kanna þarf dómara. Stjórn deildarinnar ákvað að hafa það sem vinnureglu að  dómurar sem ræktað hafa hunda sem eru hér á landi, verði ekki boðið hingað að dæma. Breytingar á göngum deildarinnar eru tímabærar, ákveðið var að hafa eina prufugöngu með öðru sniði og stefna á Hvolpapartý seinna í vetur.  Fundi slitið kl.22.

Ritari er Fríður.