Fundargerðir


28.08.2007

Stjórnarfundur á Súfurstanum þann 28.ágúst 2007 kl.19.30

Mættar  voru Rakel, Fríður, Magga, Líney og Sigríður.

Rætt var skapgerðarmat og kröfur og ath á orðalag á deildarsíðu. Ákveðið var að hækka pörunaraldur á risum og standardschnauzer úr 18 mánaða uppí 24ra mánaða. Ræddur var um innlutning á of ungri tík sem kom í einangrun 4ra mánaða.  Hrfí gerði athugasemd við deildina en ákveðið var að bregðast ekkert við að svo stöddu. Fríður tilkynnti að Hills myndi gefa bikara á október sýningu hrfí. Umræða var um deildarbásinn, Rakel tók að sér að manna hann og Egill að gera hann. Rædd var kynning í Garðheimum. Janúar sýning var rædd og ákveðið að senda inn umsókn og ekki var ákveðið hvaða hundum við ætlum að bjóða með okkur. Deildarfréttir Sáms voru ræddar. Líney gleymdi að skila inn deildarfréttum fyrir sám og ætlar að gera það næst. Ganga og gleðin var rædd. Rædd var tillaga Ragnhildar Gísladóttur um að stofna vinnuhóp og stjórn var almennt ánægð með þetta framtak Ragnhildar og styður það heilshugar. umræða var um að halda snyrtinámskeið til styrktar deildarinnar.

Fundi slitið kl 22.00, ritari Fríður.