Fundargerðir


03.01.2008

Fundur hjá stjórn deildar á Kaffi Viktor 3. janúar 2008 kl. 19.00
Mættar voru Líney, Fríður, Rakel og Magga.

Farið var yfir hvað ætti að gera fyrir deildarsýninguna 19. janúar. Finna þyrfti aðila til að sækja dómara sem ekki verður að sýna, en dómari kemur til landsins föstudaginn fyrir sýningu og fer aftur á mánudagsmorgni. Ákveðið var að öllum deildarmeðlimum yrði boðið að vera með út að borða ásamt dómara á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum ætla svo Fríður og Rakel að sjá um að fara með dómara t.d. á Gullfoss og Geysi. Um kvöldið er formönnum og dómurum þessarar þriggja deilda boðið til hátíðarkvöldverðar hjá Láru og Bjössa. Bikarmálin voru rædd og staðfesti Magga að Soffía í Dýrheimum ætlar að gefa bikara fyrir þessa sýningu. Magga ætlar að taka að sér að setja upp sýningarskrá og rætt var að finna þrjá aðila til að mæta á föstudag fyrir sýningu uppí reiðhöll til að setja upp sýninguna en hún byrjar kl. 10 á laugardagsmorgni. Að lokum var rætt um að deildin ætlaði ekki að sjá um sýningarþjálfun að þessu sinni heldur beina sínu fólki á sýningarþjálfun unglingadeildarinnar.

Fundi slitið kl. 21.00

Ritari, Líney Björk Ívarsdóttir