Fundargerðir


13.03.2008

Aðalfundur haldinn í HRFÍ þann 13.mars 2008 kl. 20.00
Mættar eru Rakel, Fríður, Líney, Magga og Sigríður

Margrét setti fundinn klukkan 20.10. og gefur svo Líney orðið til að lesa ársskýrsluna.

Líney les skýrsluna upphátt.

Margir höfðu orð á því hvað deildarsíðan væri með eindæmum flott og aðgengileg.

Margrét fór aðeins yfir kaffisjóðinn okkar og stendur hann núna í 42.730 sem er það mesta sem hann hefur verið í frá upphafi.

Margrét fór aðeins yfir hvað kaffisjóðurinn hefur verið notaður í og hvaðan peningarnir hafi helst verið að koma, en það er úr sýningarþjálfunum og einu snyrtinámskeiði.

Kosning stjórnar fór fram og þrír stjórnarmeðlimir stóðu frammi fyrir endurkjöri, Líney, Fríður og Sigríður. Ákvað Líney og Fríður að gefa aftur kost á sér í stjórn. Þrír aðrir buðu sig fram til stjórnar, þær Anna D. Hermannsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og Valgerður Stefánsdóttir.

Atkvæði féllu þannig: Líney hlaut 18 atkvæði, Valgerður 17, Anna 12, Fríður 10 og Ragga 6.

Rósa talaði um að hún ætlaði að segja sig úr göngunefndinni og spurði hvort einhver vildi taka þetta að sér og buðu hjónin Ína og Sigurður sig fram til starfa.

Karen kom með tillögu um að skoða gönguplanið hjá Díf, en þar kemur fram plan um göngur ár fram í tímann.

Karen bíður sig fram í að starfa í vinnuprófum sem deildin gæti þá kannski staðið fyrir, finnst þörf á að hafa hlíðnipróf og fleiri vinnupróf.  Dómarar eiga að vera á landinu 17. – 19.apríl nk.

Rætt var um hvort hægt væri að efla vinnudeild eða fólk til að hittast og halda æfingar fyrir vinnuhunda.

Ragga, Vala og Karen ætla að sjá til þess að haldnar verði æfingar og skipuleggja það sem þarf í kringum það og munum við útfrá þessu reyna að halda próf á vegum deildarinnar.

Karen ætlar að ath hvað myndi kosta að nota umrædda dómara og láta okkur vita eftir nk helgi.

Fríður ætlar að halda áfram að sjá um deildarsíðuna.

Karen og Vala segja sig úr sýningar og kynningarnefnd.

Ný sýningar og kynningarnefnd samanstendur nú af Dagný Ívarsdóttir, Kolbrúnu Snorradóttir og Bjarndís Mitchell.

Ragga stakk uppá því að koma með tillögu við HRFÍ að láta íþróttafélögin sjá um að leggja og taka upp teppin fyrir sýningarnar.

Rætt var um og samin ályktun um að hafa þriðju augnskoðunina á ári.

Magga les upp ályktunina og þeir sem mættir eru á fund eru allir samþykkir.

Ragga leggur til að fólk sendi myndir af hundunum sínum til að hægt sé að sjá þær þegar klikkað er á viðkomandi hund á deildarsíðunni.  Jafnframt býður hún hjálp sína í að taka við þessum myndum og koma þeim á síðuna eða áleiðis.

Fundi er slitið kl. 21.20

Ritari: Rakel Rán Guðjónsdóttir