Fundargerðir


31.03.2008

Stjórnarfundur í Garðabæ þann 31.03.2008
Mættar eru Rakel, Magga, Líney, Vala og Anna


Byrjað var á því að skipa nýja stjórn.  Líney og Anna stungu uppá Völu sem formanni en Rakel Möggu.  Ekki náðist samkomulag um þetta og ákveðið var að Líney myndi taka að sér formannsstöðuna.

Líney stakk upp á að Rakel haldi áfram sem ritari og var það samþykkt.

Deildarsíðan var rædd og bréf frá Fríði þar sem óskað var eftir að stjórnin samþykkti að breyta ekki gerð gagnagrunns sem heldur utan um upplýsingar um hunda deildarinnar.  Ákveðið var að Líney myndi tala við Fríði og komast að því nánar um hvaða skilmála væri að ræða. Jafnframt var ákveðið að vinna að fjáröflun fyrir nýjum gagnagrunni sem byði upp á fleiri möguleika.

Ákveðið var að Rakel myndi sjá um heimasíðuna í bili.

Talað var um að reyna að gera hálfs árs plan í sambandi við starfsemi deildarinnar s.s. æfingar, vinnupróf og fræðslu. Anna og Vala ætla að taka að sér að gera þetta plan og einnig að ath með dómara í vinnuprófum.

Magga kom með tillögu um að hafa kynningu á hundafimi og út frá því var ákveðið að reyna að vera með fleiri kynningar á ýmsu sem hundaeigendur geta gert og unnið með hundana sína.  Innifalið í þeirri umræðu voru líka fyrirlestrar bæði um tannhirðu hunda og allskonar aðra fræðslu sem hægt er að bjóða uppá.

Skjaldkirtilspróf á risanum var rætt og var ákveðið að við þyrftum að kynna okkur það betur. Jafnvel að gera það að kröfu og hækka aldur til pörunar á risunum út frá því.

Ákveðið var að annaðhvort klára deildarsíðu málin á næsta fundi eða kalla saman aukafund eftir því hvernig staðan verður eftir samtal Líneyjar við Fríði.

Rætt var hvort við ættum að mæla með því að hundar verði búnir að fá 1.einkunn, Exc eða VG fyrir pörun í opnum flokki ekki bara sem ungliði eða unghundur.

Enn og aftur var rætt að stjórnarmenn verði að sína gott fordæmi út á við í skrifum og hvað varðar ræktun og allt það sem deildin er að mæla með.

Ákveðið var að við þyrftum að fara betur yfir það hvað er galli og hvað ekki.

Fundi slitið klukkan 23.00.

Ritari: Rakel Rán Guðjónsdóttir