Fundargerðir


21.04.2008

Stjórnarfundur í Garðabæ þann 21.04.2008
Mættar eru Rakel Líney, Vala og Anna. Magga kom 9:15

Fundur settur klukkan hálf níu.

Talað var um að ath með dómara fyrir næstu deildarsýningu og hver og einn myndi koma með hugmyndir og nöfn á næsta fund.  Ákveðið var að leita eftir dómara frá Ítalíu en ekki austurevrópu, því það hefðu margir komið þaðan uppá síðkastið. Líney ætlaði að athuga með einhvern Alfredo og Magga K ætlaði að skoða sín sambönd á Ítalíu.

Ræddum hvenær við ættum að hafa deildarsýninguna og samþykktum að halda hana í janúar eins og á síðasta ári.

Vala og Anna sögðu að Anna Birna hundafimiþjálfari ásamt Silju og Kötu væru tilbúnar að halda sérstakt Schnauzer hundafimi námskeið ef hægt væri að ná 12 manns. 

Vala sagði að þær í þjálfunarnefnd hefðu hist og talað um að reyna að finna útivistarsvæði til að þjálfa á til að þurfa ekki leigja húsnæði í sumar. Einnig benti hún á að dobermann klúbburinn hefði opnar æfingar tvisvar í viku fyrir áhugasama og stæði fyrir 4 vinnuprófum í sumar og haust. Karen væri tilbúin til þess að taka þátt í að stýra hlýðniæfingum deildarinnar ásamt henni og Önnu og etv Möggu K.. Ennfremur kom fram að Þórhildur í Hundalíf hefði tekið jákvætt í að dæma hjá okkur æfingarpróf.

Líney talaði um að það þyrfti að virkja göngunefndina og Rakel ætlar að vera í sambandi við Ínu í göngunefnd uppá að koma einhverju af stað hjá þeim.

Rætt var að reyna að fá fræðslukvöld t.d. í sambandi tannhirðu hunda og algenga sjúkdóma.

Magga stakk uppá að við myndum sækja um til HRFÍ að halda hlýðnipróf. Hún samþykkti að taka þátt í að stýra hlýðniæfingum ásamt hinum þrem á vegum deildarinnar.

Anna ætlar að hafa samband við Ellen vegna fræðslu um tannhirðu hunda.

Líney tók aftur upp umræðuna um gagnagrunninn og ákveðið var að Líney myndi tala við Olgeir og reyna að fá verðhugmynd hjá honum fyrir grunninn.

Líney ræddi um mögulega fjáröflun fyrir deildina og nefndi að hún og Magga Ásgeirsd gætu haldið snyrtinámskeið.  Líney ætlar að vera í sambandi við Möggu Ásgeirs um hvenær þær halda það og síðan verður það auglýst á síðunni.

Fundi slitið klukkan 22.00

Ritari: Rakel Rán Guðjónsdóttir