Fundargerðir


28.05.2008

Stjórnarfundur í Garðabæ 28.05.2008
Mættar eru Rakel, Magga, Líney, Vala og Anna

  • Rætt var í sambandi við bikara á næstu sýningu sem er sumarsýningin 2008 og ákveðið að leita til Hundasnyrtistofunnar með bikara fyrir hvolpana og ath. með Vistor varðandi restina af bikurunum. Magga sæi um Hundasnyrtistofuna og Líney um Vistor.
  • Rætt var um sýningarþjálfun og ákveðið að hafa hana utandyra mánudaginn 16.júní klukkan 20.00 og þriðjudaginn 24.júní á planinu hjá Frumherja Hesthálsi 6-8.
  • Auglýsingar á deildarsíðu voru til umræðu og ákveðið að allt sem viðkæmi deildinni okkar og Hrfí yrði sett inná síðuna án þess að þyrfti að samþykkja það neitt sérstaklega, en annað þyrftu allir stjórnarmeðlimir að samþykkja.
  • Litablöndun var rædd sérstaklega og ákveðið að kynna okkur það betur og leita upplýsinga um það þar sem stjórnarmeðlimir höfðu ólíkar skoðanir á þessu og voru ekki sammála um hvort leyfa ætti litablöndun í þeim mæli sem á sér stað í dag. Gott væri ef Hrfi fengi fyrirlesara til að halda fyrirlestur um þetta og annað.
  • Hvetja ætti ræktendur til að fara á ræktunarnámskeið sem eru haldin á vegum Hrfi.
  • Rætt var að mæla með því að skjaldkirtilsprófa risaschnauzer.
  • Rætt var hvort ætti að setja það sem kröfu og leggja fyrir nefnd hrfí að breyta brons prófinu í Hlíðni 1 sem meistarakröfu á risann en ákveðið var að hafa þetta eins og þetta er í bili og setja upplýsingar á síðuna um málið.
  • Rætt var hvernig eigi að setja fram það sem deildin mælir með á heimasíðu deildarinnar. Ákveðið var að reyna að setja þetta upp á síðuna okkar eins skilmerkilega eins og hægt væri og Vala ætlar að skrifa um skapgerðarmatið og ætlum við svo að skoða það síðar. Magga ætlar að fara yfir niðurröðun og uppsetningu á kröfum til sýningar og ræktunar.
  • Beiðni hefur borist frá meðlimum deildarinnar að haldinn yrði félagsfundur og ákveðið var að halda hann miðvikudaginn 18.júní nk inná skrifstofu HRFÍ.
  • Tillaga stjórnar er að Anna segi af sér í stjórn á meðan hún eigi mál í siðarnefnd Hrfí.
  • Ákveðið var að á deildarfundinum myndum við kynna ræktunarreglur og það sem við mælum með í sambandi við Risann. Einnig kynna litablöndun, skjaldkirtilsmál og skapgerðarmat og hvetja ræktendur til að fara á ræktunarnámskeið. Fundi er slitið 24.00.

Ritari: Rakel Rán Guðjónsdóttir