Fundargerðir


12.08.2008

Netfundur 12. ágúst 2008
Þátttakendur á fundinum voru: Líney, Anna, Magga, Rakel og Vala

  • Skipulag sýningaþjálfana var rætt og hvenær hver og ein ætlaði að vera til aðstoðar.
  • Ákveðið var að ræktendur myndu sjá um bikarmálin fyrir september sýninguna, Kolskeggs ræktun, Icenice ræktun, Svarthöfðaræktun og Helguhlíðar ræktun.
  • Ákveðið var að vera með kynningarbás á sýningunni og fá sýningar- og kynningarnefnd til að sjá um básinn. Einnig að fá sömu nefnd til að sjá um aðstoðina sem deildin á að veita á sýningunni.
  • Mjóhundadeild bauð okkur þátttöku á opinni sýningu sem verður haldin 20-21 sept. Auglýsing verður sett inná deildarsíðuna okkar og fólk hvatt til að taka þátt.
  • Ákveðið var að sækja um að fá að halda vinnuhundapróf og senda inn umsókn til Hrfi.
  • Deildarsýning og gagnagrunnur verður betur rætt á næsta fundi.

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir