Fundargerðir


02.09.2008

Stjórnarfundur á Súfistanum þann 02.09.2008
Mættar eru Rakel, Magga, Líney, Vala og Anna.

  • Fundur er settur 20.20
  • Skipulag sýningarþjálfana var til umræðu.
  • Bikaramálin voru rædd og var búið að ákveða hvernig þau yrðu í fyrri mailum okkar á milli.
  • Kynningarbásinn var ræddur og að við þurfum að senda sex manneskjur frá okkar deild til að hjálpa við að setja upp og taka niður sýninguna. Ákveðið var að láta sýningar og – kynningarnefnd sjá um að manna bæði básinn og hjálpina á sýningunni.
  • Smáhundasýningin í Garðheimum var rædd og var ákveðið að tveir úr stjórninni myndu sjá um að senda mail á sem flesta og svo yrði tilkynning á síðunni og þar beðið um að senda mail á Dagný. Líney ætlar svo að vera í sambandi við Dagný og sjá til þess að allt gangi upp.
  • Talað var um hvernig hægt væri að virkja bæði göngunefnd og sú hugmynd var rædd að hafa fasta helgi á ári á einhvern schnauzer viðburð. Var ákveðið að reyna að stinga því að við göngunefnd að hafa eitthvað í október. Einnig var sú hugmynd rædd að hafa aðventukaffi í kringum jólin. Magga ætlar að vera í sambandi við Ínu sem er í göngunefnd.
  • Deildarsýning í janúar var rædd og ákeðið að reyna að fá dómara fyrir okkur frá annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Líney ætlar að ath hvort áhugi sé fyrir samstarfi hjá nokkrum deildum og hvort það sé þá möguleiki að báðir dómarar hafi réttindi á báðar tegundir og þá sé möguleiki á því að hafa þetta sitthvora sýninguna þannig að fólk eigi þá jafnvel möguleikann á því að ná sér í tvö meistarastig sömu helgi. Magga ætlar að hafa samband við Nínu Karls og Vala ætlar að skoða betur dómaraupplýsingar sem hún þegar búin að ná í.  
  • Ákveðið var að halda sig við janúar í sambandi við deildarsýninguna okkar.
  • Gagnagrunnur var ræddur og talað um mikilvægi þess að fá inn nýjan grunn sem gæfi aðgang að meiri upplýsingum um hvern hund. Best væri ef fengist aðgangur að Lukku, gagnagrunni Hrfi.
  • Anna ætlar að sækja um sporaprófið hjá HRFÍ og tala við Albert í sambandi við sporaprófið.
  • Rætt var hvort það borgaði sig að hafa samband við erlendan dómara í sambandi við sporaprófið, en kanna þyrfti hvað það myndi kosta.
  • Fundi slitið klukkan 21.30


 Ritari: Rakel Rán Guðjónsdóttir