Fundargerðir


22.10.2008

Stjórnarfundur í Garðabæ 22. okt. 2008.
Mættar voru Magga, Líney og Vala.

  •       Rætt var um kynningarbás deildarinnar á sýningum Hrfi og hvort það væru fyrst og fremst ræktendur sem hefðu áhuga á að kynna tegundina og þá sína eigin ræktun. Ræktendur gætu þá verið með nafnspjöld sem væru sýnileg allan kynningartímann. Skipuleggja þyrfti básinn á þann hátt að fólk geti komið og hitt ákveðna hunda. Til þess þyrftu að vera upplýsingar á staðnum hvenær hver er í hring og hvenær á bás.
  •       Laga þyrfti útlit bássins, kaupa teppi/efni/velúrefni í rúmfatalagernum. Fá deildarmeðlimi til að taka þetta að sér.
  •       Hugmynd um að bjóða Steina að auglýsa á deildarsíðu sem styrktaraðili í stað þess að þjónusta síðuna okkar. Samþykkt að gera það.
  •       Rætt var um að halda deildarfund og eftirfarandi yrði efni fundarins:
  •       Göngur, Aðventuganga 30. Nóv uppí Sólheimakoti. Kl. 13.00 og kaffi á eftir. Mandarínur, Swiss miss og piparkökur. Gos og kaffi. Magga pantar Sólheimakotið.
  •       Búið er að sækja um sporapróf í samráði við Vinnuhundadeild. Æfingar eru skipulagðar fyrir prófið. Tólf búnir að skrá sig í prófið og sex mæta á æfingar. Búið er að þýða og setja niður sporareglur Hrfi sem birtar verða á heimasíðu félagsins. Búið er að senda reglurnar til þátttakenda og hvaða þætti þarf að uppfylla í prófinu. Albert verður prófdómari. Stefnt er á, síðar að fá útlenskan dómara til að dæma spor og hlýðni I. Schnauzerdeildin er að vinna við að skipuleggja þetta ásamt fleiri vinnuprófum í samvinnu við Vinnuhundadeild. Mikilvægt er að hafa reglurnar aðgengilegar og á íslensku.
  •       Varðandi fræðslu fyrir félagsmenn er mikilvægt að fá fram áhuga félagsmanna á efnisvali, en á síðasta fræðslukvöldi var illa mætt og virtist lítill áhuga vera til staðar.
  •       Hundafimi hefur verið kynnt fyrir félagsmönnum, en fyrst og fremst fyrir eigendum dvergsins.
  •       Ákveðið er að fresta deildarsýningu vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Möguleiki að halda opna sýningu og fá íslenskan dómara til að dæma. Væri spennandi að hafa einhverntíma deildarsýningu á sama tíma og aðalsýningu Hrfi.
  •       Umræða um að verðlauna stigahæsta ræktanda deildarinnar. Fyrirmynd í öðrum deildum. Talið er þá saman meistaraefnin og tilnefndur stigahæsti ræktandinn. Bikar yrði svo afhentur á aðalfundi deildarinnar.
  •       Ræktunarmarkmið:
  •       Ákveðið var að bæta vinnuþættinum við hjá risanum í því sem deildin mælir með fyrir pörun.
  •       Rætt var um hvort þörf væri á að augnskoða dverginn eftir ákveðinn aldur. Afla upplýsinga um það á hvaða aldri helst hundurinn greinist og hvort eftir þann aldur verði ekki þörf á að augnskoða. Einnig hvort hundar væru augnskoðaðir of oft. Ákveðið var að halda þessu eins og þetta er núna og gera fyrirspurn til Vísindaráðs Hrfi á hvaða aldri hundur greinist og hver þörfin er að augnskoða fram eftir aldri.
  •       Að lokum var rætt um litablöndun og mikilvægi þess að umræðan væri á yfirborðinu til að vekja ræktendur til umhugsunar um hver tilgangurinn væri með blönduninni. Skiptar skoðanir eru almennt á þessu bæði hér á landi og annarstaðar og mikilvægt að ræktendur séu meðvitaðir um hver umræðan sé.


Fundi slitið kl. 22.30
Ritari: Líney