Fundargerðir


21.01.2009

Stjórnarfundur 21. janúar 2009. Mættar voru Magga, Rakel og Vala

Ákveðið var að athuga áhuga ræktenda fyrir kynningarbás á mars sýningunni og stefnt að því að taka ákvörðun um það fyrir 30.janúar.
Sýningarþjálfun verður alla þriðjudaga frá og með 3.febrúar klukkan 21.00 og munu Rakel, Vala, Magga Kjartans og Magga Ásgeirs og Klara skipta því á milli sín. Einnig var ákveðið að reyna að fá Röggu til liðs við þjálfunina.
Ákveðið var að við myndum ath með fóðurseljendur hvort þeir vilji gefa bikara með því skilyrði að þeir fái logoið á síðuna okkar.
Varðandi göngunefnd verður ekkert gert fyrr en á félagsfundinum og reynt að fá nýtt blóð í hana því hún hefur verið óvirk.
Ákveðið var að halda fljótlega á eftir aðalfundi annan opinn félagsfund, þar sem nýjar nefndir verða sérstaklega boðaðar og beðnar um að kynna hugmyndir um áframhaldandi félagsstörf.
Talað var um að halda snyrtinámskeið sem Magga Kjartans ætlar að sjá um og finna tíma fyrir og ath hvernig er best að hafa allt í sambandi við það.
Ákveðið var að setja á deildarsíðuna textann um ábyrgð og skyldur ræktenda.
Ákveðið var að gefa farandbikar fyrir stigahæsta schnauzerinn og stigahæsta ræktandann og stefna að því að veita verðlaunin á næsta aðalfundi og yrðu þau þá framvegis afhent á hverju ári á aðalfundinum.  Magga ætlar að ath um hvernig grip verður að ræða.
Ákveðið var að geyma umræðu um skjaldkyrtilsvandamál í stórum tegundum.
Fundi slitið 22.00.

Ritari: Rakel