Fundargerðir


02.04.2009

Stjórnarfundur 2. apríl 2009. Mættar voru Magga, Líney og Vala

Fundur settur kl. 20.20. 

Skoðaðar eru myndir af farandstyttum til að heiðra stigahæsta ræktanda deildarinnar og stigahæsta hundinn. Ákveðið var að panta 2 styttur.

Fyrirhugað er snyrtinámskeið í Sólheimakoti sunnudaginn 19. apríl. Frá kl. 11.00. Setja inn auglýsingu á deildarsíðu.

Farið var yfir skýrslu stjórnar. Hvað búið er að gera og hvað sé framundan hjá deildinni.

Rætt var um nefndir og hvernig væri hægt að virkja þær. Stjórnarmeðlimir þurfa að leggja áherslu á að virkja nefndirnar og starfa með þeim. Sérstaklega að koma af stað göngunefnd. Mikilvægt er að hafa reglulegar göngur. Einnig er áætlað að virkja sýningarnefnd og stefna að sýningu.

Fundi slitið kl. 21.30

Ritari: Líney