Fundargerðir


07.05.2009

Aðalfundur 7. maí 2009

Fundur settur kl. 20.15

Magga setur fundinn og gefur svo Líney orðið til að lesa skýrslu stjórnar
Líney les skýrslu stjórnar
Líney spyr hvort það sé athugasemd um skýrslu en svo var ekki
Magga kveður á um hvort einhver hafi á móti því að magnið af kosningu segi til um hver sitji í hvað mörg ár. Þetta var mikið rætt og var á endanum ákveðið að hafa tvískipta kosninu.
Magga Kjartans bauð sig áfram, Rakel bauð sig ekki áfram. Ragga bauð sig fram og Magga Ásgeirs.
Eftir að kosning var gerð og á meðan atkvæði eru talin var gert kaffihlé.
Atkvæði fóru þannig að Magga Kjartans og Margrét Ásgeirs fengu kosningu í tvö ár.
Svo var gerð kosning um sæti í eitt ár og var það Ragga og Klara Ágústa Símonardóttir sem gáfu sig fram og var þá talið og var kosning jöfn og tveir auðir. Svo var kosið aftur og var ákveðið á endanum að kasta pening og fór svo að Klara kæmi inn í stjórn.
Magga tók aftur við orðinu og talaði hún um að við þyrftum fólk í afmælisnefnd, sýningar- og kynningarnefnd og göngunefnd.
Svo kynnti Magga út á hvað afmælisnefnd gengi og af hverju. Spurning kom upp um út á hvað nefndirnar ganga.
Sigrún Valdimarsdóttir gaf sig fram í sýningarnefnd ásamt Röggu.
Í framhaldi af umræðu um afmælisnefnd las Magga upp hvað var ákveðið á síðasta fulltrúaráðsfundi í sambandi við afmælisnefnd og afmælissýningu og afmæli Hrfí.
Magga Kjartans bauð sig fram í afmælisnefnd og vill fá 2 með sér og var ákveðið að auglýsa eftir því á deildarsíðunni.
Í sýningar- og kynningarnefnd: Anna Björk Marteins, Dagný Ívarsdóttir og María Björg Tamini.
Önnur mál: Magga talaði um að gefa farandstytturnar og var fyrst gefið fyrir stigahæsta hundinn sem var Svartskeggs Darth Vader frá Jackpot og stigahæsti ræktandinn var Bláklukkuræktun og tók Vala við styttunni því Þurý var ekki á fundinum.
Athugasemd kom frá Fríði og Röggu varðandi skjaldkirtilspróf og kom tillaga frá Röggu um að taka þetta út af síðunni á meðan stjórn er ekki búin að fullvinna málið.
Athugasemd kom frá Margréti Ásgeirs varðandi litablöndun og myndaðist mikil umræða út frá því.
Vala kom með tillögu um að halda sér fund um litablöndun.
Magga lokaði fyrir umræðu um litablöndun
Ragga kom með tillögu um að halda loka vinnuhundapróf á vegum deildarinnar
Augnskoðun. Hvað með að hafa hana bara 1 og hálft ár í stað eins árs
Ragga kom með það að það yrði haldinn deildarfundur miklu oftar.

Fundi slitið kl. 22.22

Ritari: Rakel Rán Guðjónsdóttir