Fundargerðir


28.05.2009

Fyrsta fundar nýrrar stjórnar í Schnauzerdeild
Súfistanum þann 28.5.2009 kl 20

 
1.       Skipað í stjórn
a.       Margrét Kjartansdóttir formaður
b.      Valgerður Stefánsdóttir ritari
c.       Klara Ágústa Símonardóttir gjaldkeri
d.      Margrét Ásgeirsdóttir og Líney Björk Ívarsdóttir meðstjórnendur
2.       Klara tók að sér að sækja um kennitölu fyrir deildina vegna bankareiknings
3.       Ákveðið var að ársreikningur væri frá mars til mars og ársskýrslan verði skrifuð frá sama tíma.
4.       Sýningaþjálfun verður í reiðhöll Andvara kl 20 með FHD og Shihtzudeild 9.,16. og 26. Júní
a.       Klara kemur eftir hundafimi, Margrétar geta verið með, Líney kemst nema 16. júní, Vala verður ekkert með.
5.       Starfssemi nefnda
a.       Göngunefnd er vel virk með Ragnhildi Gísladóttur og Sigrúnu Valdimarsdóttur
b.      Vinnunefnd er að byrja starf með Ragnhildi Gísladóttur í fararbroddi
c.       Sýninga- og kynninganefnd (Dagný Ívarsdóttir s 8236465, María Tamimi 6623992, Anna Björk Marteinsdóttir 6934754 / 5574754). Margrét Kjartansdóttir mun funda með nefndinni og kynna fyrir henni dagskrá og áætlanir vegna afmælissýningar. Undirbúa þarf kynningarbás, tegundakynningu o.fl. Sýninganefnd mun síðan vinna með afmælisnefnd og undirbúa atriði deildar á afmælissýningunni. Göngunefnd vegna afmælissýningar mun einnig vera í samstarfi með sýninga- og kynninganefnd.
6.       Athugasemdir vegna krafna og meðmæla á síðunni
a.       Á síðasta aðalfundi var bent á að augnskoðun væri e.t.v. með of stuttu millibili. Að athuguðu máli var stjórnin sammála þessari athugasemd. Ákveðið var að formaður skrifi bréf til HRFÍ um að breyting hafi orðið á kröfum til undaneldisdýra og augnvottorð fyrir dvergschnauzer gildi í 18 mánuði.
b.      Einnig voru gerðar athugasemdir við kröfur og meðmæli vegna risaschnauzer. Ákveðið var að formaður sendi vísindaráði HRFÍ erindi þar sem óskað verður eftir áliti ráðsins á nauðsyn skjaldkirtilsmælinga sbr. heimasíðu deildarinnar. Ritari mun hafa samráð við dómara í skapgerðarmati um nauðsyn skapgerðarmats fyrir risaschnauzer.
7.       Litablöndun var rædd og nauðsyn þess að hafa opna og málefnalega umræðu um blöndun lita í dvergschnauzer. Ákveðið var að leita eftir samráði og samstarfi við norrænu deildirnar um þetta málefni.
8.       Ákveðið var að kanna möguleika á að halda sýningu í samstarfi við SMF deild í janúar og þá helst tvær sýningar með sitthvorum dómaranum á sömu helgi.
 Valgerður Stefánsdóttir