Fundargerðir


01.10.2015

Fundur stjórnar 1. október 2015 í Garðabæ

Mættar eru: Magga, María, Kolla, Sigrún og Líney 

·         Rætt var um PRA sem hefur komið upp hjá dvergschnauzertík, en sú tík er hálfsystir tíkarinnar sem greindist fyrir einu og hálfu ári síðan.

·         Hringt var í dýralækninn í Garðabæ og talað við Hönnu til að fá upplýsingar um hvernig væri staðið að DNA sýnatöku. Talaði hún um blóðsýni og að kostnaður gæti verið um 20.000 krónur. Einnig var haft samband við Unni dýralækni í Keflavík en hún var nýbúin að taka sýni úr hundi með stroki úr kinn sem var sent út til DNA greiningar. Ef strokið dugar til greiningar þá verður kostnaður miklu lægri. Jafnframt sýninu þarf svo að senda upplýsingar um tíkurnar ásamt ættbókum þeirra.

·         María ætlar að hafa samband við eigendur tíkanna og fá skriflegt leyfi þeirra til að deildin fái niðurstöðurnar beint frá Optigen. Kolla ætlar að fá ljósrit af ættbókunum frá HRFÍ og Magga ætlar að athuga með kostnað í Víðidalnum.

Eftirfarandi bréf sendum við til HRFÍ:
Stjórn Schnauzerdeildar fundaði vegna tilfella PRA sem hafa komið upp. Við höfum talað við þrjá dýralækna til að athuga hvernig best sé að standa að því að senda DNA sýni út til Optigen. Í framhaldi af því munum við hafa samband við eigendur tíkanna svo hægt sé að taka blóðsýni úr þeim.

Viljum við biðja HRFÍ að vera með opinn fræðslufund fyrir félagsmenn með dýralækninum sem kemur að augnskoða í nóvember.

Einnig viljum við biðja um að eigendur sem eru ekki félagsmenn og eiga hunda sem eru skyldir þessum tveimur tíkum sem hafa greinst með PRA fái augnskoðunina á sama verði og gildir meðlimir. Ef það er hægt þá munum við hvetja fólk til að augnskoða hundana sína þar sem við teljum mjög mikilvægt að fá yfirsýn yfir útbreiðslu sjúkdómsins.

·         Deildarsýning
Stefnum að því að hafa deildarsýningu 7. og 8. maí. Erum að skoða að hafa tvöfalda sýningu þar sem þá er 10 ára afmæli deildarinnar. Ætlum að afla okkur upplýsinga um dómara og hafa í huga að bjóða annarri deild að nýta þá.

·         Uppgjör síðustu deildarsýningar
Við vorum með um það bil 20.000 króna hagnað frá síðustu deildarsýningu.

·         Fyrirspurn barst til stjórnar varðandi pörun á tík, sem er skyld þeim tíkum sem greinst hafa með PRA. Stjórn ræddi málið og benti tíkareiganda á tvo innflutta rakka sem eru óskyldir tíkunum.

Fundi slitið kl: 22:15
Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir