Fundargerðir


15.10.2009

Stjórnarfundur 15. Okt 2009.

Fundur settur kl 17. Mættar voru: Margrét, Margrét, Líney,  og Klara

1)      Farið var yfir stöðuna á umsókn um kennitölu.
2)      Rætt var um opinn félagsfund í nóvember (17. Nóv kl 20 á skrifstofu HRFÍ), tillögur að fundarefni: Kynning á gagnagrunni og þá fjáröflun fyrir kaupum á gagnagrunni, tilmæli um skjaldkirtilsmælingu á risanum, deildarbásinn gerður upp og starfsemi á komandi ári.
3)      Gagnagrunnsmál rædd, ákveðið að Klara skyldi kynna gagnagrunninn sinn á komandi félagsfundi, fara þar yfir kosti og galla.
4)      Kröfur umaugnvottorð ræddar og ákveðið að hækka gildistíma augnvottorða úr 12mán í 18mán.
5)      Tilmæli um mælingar á virkni skjaldkirtils í risa rædd og var ákveðið að afnema tilmælin.
6)      Rætt um að kaupa borð og grindur fyrir deildarbásinn.

Næsti fundur áætlaður 16. Nóvember.

Klara Símonardóttir