Fundargerðir


17.11.2009

Deildarfundur schnauzerdeildar skrifstofu Hrfí 17.11.2009 kl 20 – 22:30 

Margrét Kjartansdóttir formaður bauð fundargesti velkomna og gaf Klöru Símonardóttur orðið.

·         Gagnagrunnur.

Klara  kynnti gagnagrunninn Breeder assistant sem er í hennar eigu. Grunnurinn er mjög öflugur og getur haldið utan um allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir ræktendur. Hún taldi grunninn kosta um 80.000 krónur en við myndi bætast kostnaður við að setja hann á netið, tengja við heimasíðu deildarinnar og þýða viðmótið á íslensku. Samþykkt var að athuga með áhuga annarra deilda á að sameinast um kaup á grunni en Klara taldi að hægt væri að geyma upplýsingar um margar tegundir aðskildar í grunninum. Margrét Kjartansdóttir mun athuga með áhuga annarra deilda. Nefndar voru t.d Terrierdeild, Fuglahundadeild og Huskydeild.

·         Fjáröflun. Í framhaldi af umræðu um gagnagrunn komu fram tillögur um fjáröflun: Bingó (páska),  bjórkvöld,safna dósum og afhenda á ákveðnum stað og ákveðnum tíma, selja föt í Kolaporti, kökubasar en dagtöl voru ekki talin góð leið til fjáröflunar.

·         Meðmæli um undaneldisdýr voru rædd. Stjórn deildarinnar hefur ákveðið að taka út meðmæli um skjaldkirtilsmælingar á risa þar sem rannsóknir á heilsufari risa frá Svíþjóð hafa ekki bent til meiri tíðni sjúkdómsins í risa en öðrum stærðum. Mælt er með skapgerðarmati áfram en að miðað verði við óskaprófíl eins og hann er skilgreindur hjá Svíum,

·         Fram kom ábending um að breyta í gagnagrunni athugasemd um skapgerðarmat ólokið verði skráð ekki krafa hjá schnauzer og dvergschnauzer.

·         Spurt var eftir fyrri ákvörðun um að augnskoðun á 12 mánaða fresti verði breytt í 18 mánaða fresti. Margrét Kjartansdóttir sagði að hún hefði ekki komið því í verk að senda erindi um þetta til HRFÍ en sagðist myndu gera það.

·         Deildarbás. Peningar úr sjóði deildarinnar voru notaðir til þess að kaupa efni í deildarbás. Um er að ræða timburramma fyrir bakgrunn og einnig verða keyptar léttar grindur fyrir framan. Soffía í Royal Canin ætlar að gefa deildinni borð. Auglýst var eftir flottum myndum af schnauzerhundum til þess að nota á básnum. Auk þess er stefnt að myndatöku úti í tengslum við næstu sýningu. Það þurfa að vera til myndir af öllum stærðum og öllum litum.

·         Starfsemi deildar. Fundargestir voru spurðir um hugmyndir að starfsemi deildarinnar.
a.       Ákveðið var að stefna á tveggja daga deildarsýningu ( 2 sýningar) í september 2010 með Pinscher-, Mastiff- og Fjallahundadeild ásamt boxer eða tegundahópi 2. Önnur dagsetning til vara væri í mars 2011.
b.      Stjórn var falið að ræða við aðrar deildir, finna dómara, gera fjárhagsáætlun og sækja um leyfi til að halda sýningu.
c.       Lýst var ánægju með starf göngunefndar en 5 desember er ráðgerð aðventuganga með piparkökum og jólaöli í Sólheimakoti.

·         Stjórn kynnti fyrirhugaða nýliðadaga sem halda á fyrir nýja hvolpaeigendur. Þar á að:
a.       Kynna deildina
b.      Vera með leiðbeiningar fyrir fólk sem á unga hunda

·         Sýningaþjálfun. Stjórn varpaði fram þeirri hugmynd að fá einn aðila til þess að sjá um sýningarþjálfanir deildarinnar.  Rætt var almennt um sýningarþjálfunina.
a.       Samþykkt var að nóg væri að hafa 2 sýningaþjálfanir fyrir sýningar.
b.      Óskað var eftir að flytja þjálfunina í Gust þar sem betur væri hugsað um gólfið og höllina.
c.       Elis var valinn til þess að stýra sýningarþjálfunarnefnd og finna með sér 2-3 aðra með sér.
d.      Ákveðið var að stjórn óski fljótlega eftir fundi með samstarfsdeildunum til þess að hægt verði að panta reiðhöll Gusts fyrir þjálfanir.
e.      Athuga með að hafa sýningarþjálfun fyrir júnísýningu úti t.d. í Guðmundarlundi.

·         Önnur mál
a.       Óskað var efti að deildin sæki um lokuð vinnupróf fyrir schnauzer til Vinnuhundadeildar.

                        i.      Ágúst – september         Hlýðni

                       ii.      Október                               Spor
b.      Stjórn tekur að sér að senda erindi til Vinnuhundadeildar

·         Margrét Kjartansdóttir kynnti breytingu á grundvallarreglum Hrfí um aldur tíka við pörun. Þar er sett sú regla að allar tíkur eigi að vera orðnar tveggja ára við pörun. Skrifstofa Hrfí gerði í kjölfarið athugasemd við reglur Schnauzerdeildar um 18 mánaða aldur dvergschnauzertíka við pörun. Búið er að breyta þessu á deildarsíðunni í samræmi við grundvallarreglurnar og þessi regla gildir nú um allar stærðir. Deildin þarf að skoða þessa ákvörðun betur og sækja um rökstuddar breytingar á þessum reglum til stjórnar Hrfí. Ákveðið var að ræða við aðrar deildir og halda annan fund um efnið

·         Ragnhildur Gísladóttir benti á að ekki væri gerð krafa um að risi þyrfti að hafa náð Sporaprófi fyrir pörun en óskaði  eftir því að sú regla yrði sett.

·         Fram kom uppástunga um að birta myndir af nýjum meisturum á deildarsíðunni.

Ritari Valgerður Stefánsdóttir