Fundargerðir


09.02.2010

Stjórnarfundur schnauzerdeildar 9.febrúar 2010 á Súfistanum kl. 18.30
Mættar voru: Líney, Magga og Vala

Dagskrá:
 

 

a.       Aðalfundur 11. mars kl 20 – Líney auglýsir á heimasíðu þegar nær dregur.
 

Dagskrá:
 
 i.      Lesin ársskýrsla
 ii.      Kosning
iii.      Önnur mál

b.      Fyrirkomulag á kosningu til stjórnar (taka með miða).
 

  i.      Framboð til tveggja ára. Kosið verður um Líney, Völu og Klöru. Kjósa. Telja.

  ii.      Framboð til eins árs. Kjósa og telja

c.       Nýliðadagar; tillaga til nýrrar stjórnar að halda nýliðadaga í Sölheimakoti þar sem deildin er kynnt og fólk er hvatt til þess að taka þatt í viðburðum á vegum deildar. Fólk hittist og fær fræðslu.
 

d.      Gagnagrunnur. Málið var ekki rætt því Klara var ekki á fundinum.
 

e.       Garðheimar
 
  i.      Dagný hefur tekið niður nöfn þeirra sem vilja vera. Vantar enn kl 3-5 á sunnudegi. Dagný er að vinna í því. (Anna DH?). Hafa samband við Dagnýju gsm  823 6465  823 6465 ef  fólk hefur áhuga á að vera á bás.

f.       Hvernig gengur að manna aðstoð á sýningu? Magga er búin að útvega tvo í uppsetningu og frágang. Magga tekur upp á fundi HRFÍ að erfitt sé að finna 6 manns til að aðstoða á sýningu HRFÍ og bendir á að íþróttafélög taki að sér að vinna svona störf f peninga.
 

g.      Snyrtinámskeið. Ákveðið var að hver og einn ræktandi sinni sínum hvolpakaupendum.
 

h.      Ársskýrsla. Magga gerir uppkast sem verður varpað á milli en Líney mun vinna efni úr gögnum deildarinnar.
 

i.        Sent var bréf til sýningastjórnar þar sem útskýrt var að ómögulegt væri að vera með búrin og snyrtiborðin í anddyrinu sömuleiðis þyrfti að vera hægt að hafa stóla við hringina. Málamiðlun sýningarstjórnar var að leyfa að snyrtiborðin og búr mættu vera við fremsta hringinn. Litlu hundarnir verða í fremstu hringjunum. Engir stólar verða skaffaðir en koma má með tjaldstóla/klappstóla.
 

j.        Stjórn hittist klukkan 18 30 í Síðumúla. Magga kaupir veitingar fyrir fundinn.