Fundargerðir


21.03.2010

Stjórnarfundur þann 21.03.2010, klukkan 19.00 

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur, Sigrún og Margrét.
 
•         Varðandi verkaskiptingu sem var rædd á síðasta fundi þá ákváðum við að Fríður tæki að sér að vera formaður en ekki að Margrét héldi áfram eins og var ákveðið á síðasta fundi
•         Engin dagskrá var fyrir þennan fund en ákveðið að það yrði gerð dagskrá fyrir næstu fundi.
•         Rætt var um Sigrún mundi stofna tékkareikning á kennitölu deildarinnar og einnig var ákveðið að á aðalfundi yrði gerð grein fyrir stöðu reikningsins og reiknisskil ársins gerð skil í skýrslu stjórnar. 
•         Mjóhundadeildin hafði samband við okkur og vildi láta okkur vita að þau hefðu áhuga á að vera með sýningu með okkur þ.e.a.s ef við vildum og ef það hentaði. Þau ræddu líka um að það gæti verið möguleiki að vera úti. Þar sem við erum sjálf að spá í að hafa sýningu á næstunni þá ákváðum við að sjá til hvort það verði með þeim eða hvort við spáum í að nýta okkur þetta seinna.
•         Rætt var um hvort við ættum að reyna að hafa sérsýningu á mánudegi eftir ágústsýningu HRFI til þess að geta samnýtt dómara og var ákveðið að prufa að sækja um hana ef dómari fengist. Margrét og Fríður ætla að athuga með ritara og styrktaraðila. Ragnhildur ætlar að tala við Anton í sambandi við að fá að nota Garðheima og ætlum við að bíða eftir svari þaðan fyrst áður en við förum að spá í aðrar staðsetningar. Ákveðið var að byrja á því að hafa samband við dómara og vinna svo út frá því.
•         Einnig var rætt um hvort stjórnin ætti ekki að sækja um að það yrði leyfilegt að para dverg Schnauzerinn 18 mánaða eins og tíðkast allstaðar erlendis en ekki 24 mánaða eins og gefur til kynna í reglum HRFÍ.  Þar sem það er þekkist að deildir fái undanþágu fyrir smærri tegundir þá var ákveðið að fara í það og að þessu sinni hafa það 20 mánaða. Ákveðið var að Fríður myndi senda bréf til stjórnar varðandi þessa undanþágu.
•         Rætt var hvort það væri ekki sniðugt að hafa einhvers konar hvolpamöppur / hvolpabækling sem deildin gæti selt til ræktenda og þeir gætu látið fylgja með hvolpunum og einnig líka bara fyrir alla einstaklinga sem vilja kaupa svona af deildinni. Það var samþykkt og ætlum við að byrja að afla okkur upplýsinga með þetta og innihald bæklingsins.
•         Ragnhildur og Sigrún í göngunefnd voru með hugmynd um að hafa páskaeggjaleit á föstudaginn langa uppí Sólheimakoti fyrir hunda og fjölskyldur . Og var ákveðið deildin styrkti það þar sem ekkert hefur gengið að snýkja hjá fyrirtækjum og verður gangan auglýst strax á deildarsíðunni.
•         Ragnhildur var með hugmynd um að hafa hundafimikynningu og ætlar hún að byrja á því að skipuleggja það og ath hvaða tími myndi henta best í það.
•         Margrét var með hugmynd um nýliðadag og var ákveðið að reyna að hafa hann laugardaginn 15.maí og ætla Fríður og Ragnhildur að setja saman smá kynningarefni.   Margrét ætlar að sjá um að tala um feld og umhirðu sem dæmi og kanna með að fá t,d hundaþjálfara til að svara fyrirspurnum.
•         Upp kom umræða varðandi dagsetningu á vinnuhundaprófinu og Ragnhildur ætlar að tala við Völu fráfarandi stjórnarmann, í sambandi við hvert Vala var komin með þetta svo að hægt verði að vinna út frá því.
•         Ragnhildur kom með þá tillögu um að það yrði heiðrað fyrir vinnuhunda af deildinni. Var ákveðið að gera það með sérstakri stigagjöf sem verður þannig að það verður heiðrað fyrir hæsta skor á hverju ári bæði í hlýðni og spori.
•         Varðandi sýningarþjálfun þá kom upp umræða hvort Elis Veigar mundi áfram sjá um sýningaþjálfun eða ekki eftir að ný stjórn kom inn og var ákveðið að Ragnhildur myndi hafa samband við hann og ath hvar hann stendur og hvort hann vilji halda áfram. Við töldum samt rétt að það yrðu alltaf allavega þrjár manneskjur á staðnum.
•         Upp kom umræða í sambandi við stigagjöfina á sýninga hundunum og var ákeðið að það væri bara best að allir myndu koma með hugmynd um hvernig þeir myndu vilja hafa þetta og svo yrði það rætt á næsta stjórnarfundi.
•         Fríður er búin að setja alla meistarana sér á síðuna og einnig er hún búin að útbúa smá kynningartexta um deildina á ensku, ennþá vantar samt hnappa á síðuna til að hægt sé að birta þetta.
•         Margrét kom líka með þá hugmynd um að sýningarstigin á hundunum  og ræktendum yrðu uppfærð á deildarsíðunni eftir hverja sýningu svo að fólk gæti fylgst með hvar í stigagjöfinni það stendur. Allir voru mjög sammála því, en ákveðið að bíða með það þangað til endaleg niðurstaða er komin hvernig stigin verða reiknuð.
•         Gagnagrunnurinn var aðeins ræddur þar sem að allir eru alltaf að spá í það hvort það sé hægt að koma ættbókunum inná og það mun víst koma betur í ljós í nætu vikur þar sem maðurinn hennar Fríðar eru að fara á fund með manni sem ætlar að skoða þetta og munum við þá fá frekari svör. Í framhaldi munu þau skoða hvað og hversu mikið af óskum allra er hægt að setja inná síðuna. Einnig vildum við taka það fram á síðunni hjá þeim hundum sem það á við að ef viðkomandi hundur er ekki á landinu þá kemur það fram.
•         Upp kom umræða um hvort við ættum að biðja HRFÍ um að láta alla dómara sem dæma mæla hundana okkar á sýningum og láta skrá það í dóm svo hægt sé að fylgjast betur með hvað er að gerast í tegundinni, en eftir talsverða umræðu var ákveðið var að allir myndu hugsa um þetta og ræðaþetta betur seinna.
 
   Fundi slitið 21.10 og er næsti áætlaði fundur er 4.maí