Fundargerðir


11.05.2010

Stjórnarfundur í Kópavogi þann 11.05.2010. 

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragga, Magga og Sigrún.
 

Fundur settur klukkan 18.25.
 

   1. Byrjað var að ræða deildarsýninguna sem við sóttum um í ágúst en fengum ekki leyfi fyrir og var ákveðið að reyna að sækja um afmælissýningu í mars, helgina eftir febrúar sýninguna hjá HRFÍ.  Ákveðið var að skoða dómara og svoleiðis fyrir næsta stjórnarfund og reyna að nýta hann líka í einhvern fyrirlestur.
   2. Sýningarþjálfun verður á fimmtudögum klukkan 20.00 í Gusti og það er búið að auglýsa það á síðunni.  Elis ásamt stjórn ætlar að sjá um það.
   3. Í sambandi við talningu á stigahæsta hundinum voru allir sammála því að það væri einfaldast að ein endanleg tala sé gefin fyrir endanleg úrslit hvers hund, í staðinn fyrir að bæta endalaust stigum ofan á önnur stig sem kallar þá bara á meiri vinnu við talningu og meiri möguleika á rangfærslun.  Að öðruleiti voru ekki miklar breytingar, en ákveðin var stigagjöf fyrir BIG og BIS og vorum við jafnframt sammála um að það yrðu líka gefin 2 stig fyrir að fá bara excellent og 4 stig fyrir meistaraefni.
   4. Ákveðið var að það væri ekki tímabært að mæla stærðina á Dvergschnazuer á sýningum eins og er.
   5. Varðandi hvolpa og nýliðabæklinga þá ætlar Fríður að athuga hvort við megum nota efni og myndir sem eru í danska bæklingnum sem hún kom með á fundinn útprentaðan.
   6. Ákveðið var að fresta nýliðadeginum þangað til í september.
   7. Rætt var að reyna að vera með sýnilegri upplýsingar á heimasíðunni, t.d. flipa fyrir sýningar, og vinnu og fleira og ákveðið að skoða það mál í samvinnu við vefstjóra.
   8. Umræða hafa kynningu á spori, hlýðni og skapgerðarmati.  Einnig var mikill áhugi á að reyna að hafa bros próf líka eða einhverskonar gannipróf ef áhugi væri á því.
   9. Talað var um hvort það ætti að setja mjaðma og olnbogamyndir sem kröfur á standard og var ákveðið að taka þá umræðu upp seinna eftir betur skoðað mál.
  10. Varðandi bikarmál á næstu sýningu var ákveðið að Margrét Kjartansdóttir myndi tala við Soffíu í Dýrheimum um BOB og Fríður við Margréti í Vistor varðandi hvolpana.
  11. Ákveðið var að búa til verklagsreglur fyrir deildina og setja það inná síðuna.
  12. Rætt var að reyna framvegis að fá stærri kynningarbás fyrir okkar deild á sýningum HRFÍ þar sem við erum safndeild en ekki sérdeild.
  13. Upp kom umræða í sambandi við hvenær ræktendur eigi að vera titlaðir sem ræktendur á heimasíðunni og með ræktunarnöfnin sín þar, og var ákveðið að það sem þyrfti til þess væri ræktunarnafn og að minnsta kosti eina ræktunarhæfa tík.
  14. Hundafimikynningin sem var sl. sunnudag þann 9.maí gekk rosalega vel og mættu 13 hundar og verður alveg skoðað að hafa svona aftur.
  15. Stjórn fékk bréf frá félagsmanni varðandi augnskoðun sem deildin var búin að fá leyfi fyrir að yrði í gildi í 18 mánuði í senn í staðinn fyrir 12 mánuði, hvort það væri hægt að hafa þetta afturvirkt.  Ákveðið var að tala við HRFÍ varðandi þetta og benda þeim á þessi mistök eða misræmi sem kemur upp við þetta.
  16. Okkur var boðið að hafa vinnupróf í ágúst þann 4. og 7. Kostnaðaráætlun var kynnt, bent á villu í útreikningum frá vinnuhundadeild og ákveðið var að gera athugasemd varðandi minimum þáttöku.
  17. Einnig var ákveðið að kanna það hjá HRFÍ hvort við fengjum ekki afslátt ef fólk skráir hundana sína í fleiri en eitt próf.  Ákveðið var að gera það og senda inn bréf fyrir næsta fund hjá HRFÍ.
  18. Að lokum skrifuðu allir stjórnarmenn undir skjal sem varðar debetkortareikning deildarinnar.
  19. Fundi slitið kl. 20.35