Fundargerðir


08.06.2010

Stjórnarfundur í Garðabæ þann 08.06.2010. 

Mættar eru Rakel, Fríður, Ragga og Sigrún
 

Fundur settur klukkan 18.45.
 

   1. Byrjað var á að ræða nýliðna sýningu.
         1. Bikarmálin voru það sem helst hefði betur hefði mátt fara, en vegna misskilnings voru of fáir hvolpabikarar þar sem við fengum rangar upplýsingar hjá HRFÍ með fjölda hvolpa. Eins voru einhverjir sem voru í sama hring og við fyrr um morguninn höfðu fengið BOB bikarana frá Royal Canin sem voru frá okkur og var ákveðið að reyna að koma í veg fyrir svona misskilning í framtíðinni, með betri merkingum.  Einnig ákváðum við að reyna að hafa samband við þær deildir sem við á eða jafnvel reyna að kaupa bikarana sem vantaði uppá.  Að öðruleiti var almenn ánægja með sýninguna.

         3. Í framhaldi af bikarmálum þá ræddum við um farandbikara og voru allir sammála um að það væri skemmtilegt að hafa svoleiðis í öllum litum og stærðum fyrir allar sýningarnar.  Nú þegar eru til farandbikarar í öllum litum í Dvergschnauzer sem fer á milli á febrúarsýningunum. Ákveðið var að hver og einn myndi reyna að finna styrktaraðila fyrir sína stærð og hverja sýningu fyrir sig.
         4. Varðandi myndatökur á sýningunni af BOB og BOS og þeim sem vilja myndir var ákveðið að reyna að finna út hvort einhver vill taka þetta að sér fyrir einhvern pening.  Hugsanlega væri hægt að hafa þetta þannig að viðkomandi fengi bara myndina senda á tölvupósti eftir sýninguna og við gætum þá sett hana inná deildarsíðuna.  En þeir sem hafa eigin ljósmyndara gætu líka sent inn til að setja á síðuna.   Ákveðið var að Fríður ætlar að kanna með sinn mann og aðrir stjórnarmeðlimir ætla að hafa augun opin og í framhaldi af því ákveða hvernig á að útfæra þetta endanlega.
         5. Ákveðið var að senda bréf til sýningastjórnar HRFÍ varðandi sýningar á ræktunar- og afkvæmahópum í schnauzer.  Viljum við reyna að fá að sýna alla liti saman í þessum hópum, þar sem að fordæmi fyrir slíku kom núna á sumarsýningunni í Griffon þar sem snögg tík var sýnd með stríum afkvæmum sínum.

   2. Varðandi að  hafa opna sýningu og snyrtinámskeið á árinu, þá var Fríður búin að hafa samband við einn snyrti og ræktenda sem komst reyndar ekki og var ákveðið að hafa þetta áfram opið og hafa opin huga fyrir einhverjum sem gæti hugsanlega gert þetta.  Og meðal annars ætlar Sigrún að athuga með sinn ræktanda.  Við töluðum líka um að best væri að skipta snyrtinámskeiðinu í tvennt, semsagt fyrir byrjendur og lengra komna.
   3. Fríður lagði fram bréf frá félagsmanni varðandi hvort það væri möguleiki að einhverjir væru að lita hundana sýna.  Í framhaldi af því ætlum við að athuga hvernig svona litatest á staðnum séu framkvæmd í öðrum löndum og hvernig og hvort þetta sé framkvæmanlegt og þá með leyfi sýningastjórnar en samt á sem ódýrastan máta og hægt er.
   4. Spora og hlýðni kynningin sem fram fór í sólheimakoti þann 2.júní sl. gekk mjög vel og var vel sótt.  Í framhaldi af því ætlum við að senda umsókn til HRFÍ um það fá afslátt fyrir þá sem ætla að skrá á fleiri en eitt próf.
   5. Ákveðið var að  breyta hnappnum á deildarsíðunni sem hét áður „got“ en heitir núna „ræktun“ í „got/ræktun“.
   6. Ákveðið var að hafa mögulega eina göngu fram að sumarfríi og byrja svo aftur í september.  Einnig var ákveðið að eftir sumarfríið myndum við reyna að vikja fleiri til að taka að sér göngur.
   7. Sýningarþjálfanir.

         a) Ákveðið var að hafa fjórar sýningarþjálfanir fyrir hverja sýningu en hafa frekar tvær þjálfarnir    seinust vikuna vegna dræmrar mætingu í fyrstu sýningarþjálfun. Og jafnvel af aðra æfinguna í seinustu viku fyrir sýningu utandyra og þá aðeins okkar deild.  Munum við stefna að þessu fyrir næstu sýningu sem er í lok ágúst.

           b) Ákveðið var að eins og er væri best ef Rakel tæki að sér sýningarþjálfanirnar og sjái jafnframt um að manna þær og ætlar hún að ræða þetta betur við Margréti.

              c)Einnig var ákveðið að útbúa leiðbeiningar eða skipurit fyrir þá sem eru að leiðbeina um það hvernig við vildum að sýningaþjálfarnir færu fram og hvaða upplýsingum þyrfti að koma til nýrra sýnenda ofr.
 
Fundi slitið  klukkan 21.00