Fundargerðir


27.07.2010

Stjórnarfundur í kópavogi þann 27.07.2010 

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur, Margrét og Sigrún.
 

Fundur settur klukkan 18.30.
 

1. Varðandi sýningarþjálfun, þá var ákveðið að vera með þrjár sýningarþjálfanir, s.s. þrjá fimtudaga fyrir sýningu og svo jafnvel á þriðjudegi líka, síðustu viku fyrir sýiningu. Ákveðið var að hafa þriðjudagssýningaþjálfunina á planinu hjá Holtagörðun.
 
2. Varðandi afmælissýninguna var ákveðið að hafa samband við Mr.Alfonso Thovar y del solar sem er spánskur og ath hvað hann myndi segja og sjá svo til eftir það.
3. Upp kom mál í sambandi við Katarkt (starblindu) hvort ætti ekki að sækja um hjá HRFÍ að þeir hundar sem myndu greinast, færu sjálfkrafa í ræktunarbann. Þetta gildir þó einkum um sýkta hundinn sjálfan en ekki nein afkvæmi né foreldra.
4. Ákveðið var að allir myndu hjálpast að við að reyna að fá bikara fyrir allar tegundir og stærðir fyrir ágúst sýninguna.
5. Allir voru sammála um að það væri gaman að eiga farandbikara fyrir allar stærðir og tegundir á allavega einni sýningu og var ákveðið að stefna að því fyrir nóvember sýninguna. Voru nokkrir í stjórn sem buðust til að gefa farandbikar. Ákveðið var að taka þetta mál upp á næsta
stjórnarfundi.
6. Ákveðið var að hafa bás á næstu sýningu og ætlar sýningar og kynningarnefnd að sjá um það.
7. Ákveðið var að hafa nýliðadag einhvern tímann um miðjan september eða þar um kring og ætlar Margrét K að koma með endanlega dagsetningu fljótlega.
8. Ákveðið var að ath frekar hvaða efni þetta væri til að framkvæma litatest á staðnum á sýningum. Ætlum við að skoða það nánar.

Önnur mál.
 

1. Grillgangan gekk vel og var sæmileg mæting.
 
2. Ákveðið var að hafa næstu göngu þann 26.september og verður hún
auglýst nánar síðar, á deildarsíðunni.
3. Rætt var hvort ætti ekki að svara formlega frá stjórn þeim bréfum sem koma formlega inn til stjórnar og var það samþykkt.
4. Vinnupróf eru í næstu viku og eru fjórir hundar þegar skráðir í Hýðnipróf og þrír í Sporapróf. Miklar líkur eru því að Sporaprófið falli niður vegna dræmrar þátttöku.
5. Búið er að setja flipa á síðuna sem heitir „Vinna“ og þar eru allar upplýsingar um Spor, Hlýðni og Skapgerðarmat.
6. Ragnhildur vill fá opinn félagsfund og erum við allar mjög sammála því að leyfa fólkinu í deildinni okkar að koma sínum skoðunum á framfæri svo hægt sé að fylgja sem flestu eftir. Nú þegar er komin uppástunga um dagsetningu í október.

Fundi slitið kl.20.15.