Fundargerðir


31.08.2010

Stjórnarfundur á Grillhúsinu þann 31.08.2010 

Mættar eru Rakel, Fríður, Ragga, Magga og Sigrún.
 

Fundur settur klukkan. 19.00
 

1. Ákveðið var að senda inn umsókn um afmælissýningu sem yrði haldin
 
helgina eftir febrúarsýningu HRFÍ í samvinnu við American Cocker
deildina og Cavalier. Erum við búin að hafa samband við þýsk hjón sem
eru tilbúin aðkoma og þau eru Gisa og Walter Schicker.

2. Rætt var aftur hvort eigi að setja mjaðmamyndakröfu á standard
 
Schnauzer og var ákveðið að allir myndu skoða málið betur og afla sér
betri upplýsinga fyrir næsta fund og var ákveðið að þetta yrði ákveðið á
næsta fundi.

3. Varðandi básamál var ákveðið að skoða hvað myndi kosta að breyta
 
básnum þannig að hann verði auðveldari í flutningum og geymslu.
Ragga ætlar að taka að sér að skoða verð og koma með hugmyndir fyrir
næsta fund.

4. Upp kom umræða varðandi stigahæsta ræktandann í deildinni í
 
framhaldi af bréfum sem deildinni hafði borist. Ekki kom upp samstaða
varðandi málið og var því ákveðið að taka málið til umræðu á komandi
deildarfundi og mun stjórn taka ákvörðun í framhaldi af þeim fundi.

5. Ákveðið var að reyna að hafa nýliðdag sunnudaginn 19.september
 
klukkan 14.00 og verður farið strax í að ath með sólheimakot. Magga
ætlar að tala um þroskaskeið hvolpa og tjáningu, Ragga ætlar að kynna
aðeins spor og hlýðni og Líney ætlar að sjá um smá snyrtikynningu.
Þetta er allt með þeim fyrirvara að Sólheimakot sé laust og Líney komist
þennan dag.

6. Ræddum göngur og staðsetning á næstu göngu var ákveðin og verður
 
hún auglýst á deildarsíðunni.

7. Ákveðið var að reyna að hafa deildarfundinn þann 5.október nk á
 
skrifstofu HRFÍ svo lengi sem sú dagsetning er laus.

8. Uppástunga kom í sambandi við hvort hægt væri að útbúa lítið blað sem
 
gæti fylgt ættbókum svona rétt til að kynna nýjum eigendum deildina

okkar. Þar væri t.d. beðið nýjan eiganda um að skrá netfangið sitt á
 
póstlistann á deildarsíðunni og bent á að þótt svo að viðkomandi ætlaði
ekki að borga árgjaldið í HRFÍ gæti hann verið í deildinni og tekið þátt í
öllum gönum og öllu sem væri að gerast innan deildarinnar.

9. Eftir sumarsýninguna sótti deildin okkar um að fá að sýna afkvæma
 
og ræktunarhóp í sitthvorum litnum. Var samþykkt af HRFÍ að sýna
afkvæma hóp í sitthvorum litnum en ekki ræktunarhóp.

10. Fundi slitið klukkan 21.30.