Fundargerðir


05.10.2010

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 05.10.2010 

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur og Margrét
 

Fundur settur kl. 20.15
 

1. Deildin er búin að fá leyfi fyrir deildarsýningunni sem við sóttum um
 
næstkomandi febrúar.

2. Deildin óskaði eftir leyfi um að láta gera fyrir sig rósettur í ýmsum
 
flokkum og á eftir að útfæra það betur. Fríður ætlar að skoða það betur.

3. Héldum áfram umræðu varðandi mjaðma og olnbogamyndir á standar
 
Schnauzer og erum við búnar að skoða öll norðurlönd og þýskaland og
þar sem þetta er krafa í öllum þessum löndum ákváðum við að óska eftir
því að þetta yrði sett sem ræktunarkröfa á Standard Schnauzer. Það var
samþykkt einróma.

4. Héldum áfram að ræða þetta með stigahæsta ræktandann og var
 
ákveðið einróma að til þess að geta talist til stigahæsta ræktanda þá
þurfi ættbækurnar að vera gefnar út af HRFÍ og hundurinn fæddur á Íslandi.

5. Ákveðið var að halda áfram undirbúning varðandi nýtt útlit á bás.
 
Ragnhildur kom með hugmynd af útliti og vorum við allar sammála um
að vinna áfram með þessa hugmynd og það útlit.

6. Rætt var hvernig ætti að hafa sýningarþjálfanirnar fyrir næstu sýningu
 
sem verður í nóvember og ákveðið var að hafa þrjár í samvinnu við aðrar
deildir. Og verður því fyrsta sýningarþjálfun á vegum deildarinnar vikuna
1. – 5.nóvember.

7. Undir önnur mál. Hugmynd kviknaði um að halda sér fund, þar sem farið
 
sé yfir standardinn á power point sýningu, því að það er mikið af orðum
sem ekki er sjálfsagt að allir skilji og hvað þá þeir sem eru að byrja að
sýna hundana sýna og var ákveðið að reyna að þróa þetta áfram.

Fundi slitið klukkan 20.50.