Fundargerðir


02.11.2010

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 02.11.2010.

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur og Margrét

Fundur settur kl.19.30

1. Varðandi sýningaþjálfanirnar þá verðum við með shih tzu deildinni. Fyrsta sýningarþjálfunin verður núna á fimmtudaginn 4.nóvember svo verður aftur 11.nóvember og síðasta á miðvikudeginum 17.nóvember.

2. Ákveðið var að óska eftir því við stjórn HRFÍ að setja litina á forfeðrum hundana í ættbækurnar, sambærilegt við önnur lönd.

3. Komnir eru farandbikarar fyrir alla liti og stærðir á nóvember og febrúar sýningarnar. Einnig var ákveðið að farandbikarar verði að vera að minnsta kosti 40cm á hæð og ætlum við að reyna að hafa þá svipaða í útliti og stærð. En ef um er að ræða annað en bikar t.d. glerstyttu, skálar eða eitthvað annað þá skiptir stærðin ekki máli.

4. Varðandi næstu sýningu í nóvember þá eru komnir bikarar fyrir BOB og BOS í svart/silfur dverg og BOB í svörtum Risa og ætlum við að ath hvort Dýrheimar vilji styrkja okkur enn og aftur með restina.

5. Samþykkt var senda ræktendum sem eru með auglýst got smá blaðasnepil með upplýsingum um deildina okkar og starfsemi sem þeir geta sett með ættbókum þegar þeir afhenda þær.

6. Ákveðið var að reyna að setja saman einhverja stigatöflu til að geta heiðrað stigahæsta vinnuhundinn og gerðum við beinagrind af slíkri töflu.

7. Ákveðið var að undaneldisrakka hluti síðunar verði sett bráðlega upp á síðunni og með ítarlegum upplýsingum.

8. Stjórn barst bréf frá ræktanda innan deildarinnar varðandi talningu á hundi sem er á ræktandans nafni erlendis. Vill ræktandinn að stigin fyrir sýningar sem hundurinn hefur verið sýndur á erlendis telji til stiga
til hans ræktun. Ákveðið var að svara þess efnis að frá upphafi hafi eingöngu verið talin stig fengin á sýningum á vegum HRFÍ og verður því ekki breytt.

9. Ákveðið var að vera ekki með kynningabás á nóvember sýningunni en vera með bás á febrúar sýningunni með nýju útliti.

10. Vinnuhundadeild hafði samband við okkur til að ath hvort við vildum hafa lokuð schnauzer próf á næsta ári því þeir eru að klára dagskrána sýna og tók Ragnhildur að sér að svara þeim.

11. Varðandi rósetturnar sem við vorum að ræða á síðasta stjórnarfundi þá var ákveðið að skoða þetta betur og ætluðum við að reyna að kíkja á útlit fyrir næstu sýningu.

12. Samþykkt var að taka Ragnhildi og Bjarndísi út af listanum yfir ræktendur á risa schnauzer þar sem að til þess að vera titlaður ræktandi á deildasíðunni verður ræktandinn að eiga ræktunarhæfa tík og eiga þær það ekki.

13. Ákveðið var að senda þeim Schnauzer eigendum sem ekki eru á póstlista deildarinnar upplýsingar um deildina, heimasíðuna og starfsemi deildarinnar.

14. Ákveðið var að byrja að auglýsa aðventugönguna sem verður í sunnudaginn 5.desember og snyrtinámskeiðið sem verður í tveimur hlutum þann 8. og 9.janúar og mun það kosta 8.000.- kr og ef fólk vill koma báða dagana, þá 12.000.-

15. Rætt var um að senda erindi til stjórnar og ath hvort að það væri hægt að hafa það þannig að alþjóðlegt IPO sé fullgild vinnuhundakrafa fyrir vinnuhunda vegna sýningameistaratitils.

16. Ákveðið var að halda áfram að skoða litartesta málin og í framhaldi af því senda inn umsókn til sýningastjórnar um að fá leyfi til að gera litatest á sýningum félagsins.

Fundi lokið kl.22.00.
Næsti fundur stjórnar þriðjudaginn 7 desember.