Fundargerðir


13.01.2011

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 13.01.2011.

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnildur, Margrét og Sigrún.

Fundur settur kl 19.00

1.    Stjórn fékk með milligöngu stjórnar HRFI kvörtun frá Kolskeggsræktun, Merkulautarræktun, Svartwaldsræktun og Rosetoppsræktun vegna gildistíma á breytingum talningu á stigahæsta ræktenda deildarinnar 2010 ásamt fleiri málum og óskaði stjórn HRFI eftir því að stjórn schnauzerdeildar mundi útskýra mál sitt.  Formaðurinn tók að sér svara stjórn HRFI og skilaði hún inn svari sem hún að ósk stjórnar sendi öðrum stjórnameðlimum til yfirlestrar og samþykktar, áður en það var sent inn.  Á fundi sem stjórn fékk svo þann 12.janúar með stjórn HRFI um þetta sama mál kom það í ljós að tveir stjórnarmeðlimir (Margrét/Sigrún) höfðu ákveðið uppá sitt einsdæmi að senda inn eigið svar, alveg í óþökk annara og án þess hreinlega að láta aðra í stjórn vita af því svari.  Var það samþykkt af meirihluta stjórnar að þetta væri ekki ásættanleg vinnubrögð innan stjórnar og ekki eins og stjórn vill vinna í framtíðinni og fór formaður framm á að það yrði bókað að hún teldi um trúnaðarbrest væri að ræða innan stjórnar, í framhaldi af því var samþykkt að stjórn fengi að sjá þetta svar sem fyrst.
           Stjórn mun jafnframt að ósk stjórnar HRFI taka að sér að svara þessum kvörtunum, en stjórn hefur borist núna tvær kvartanir vegna þessara breytinga önnur frá Mörtu Gylfadóttur og áður nefnd kvörtun, önnur vegna þess að þessi breyting þótti ekki taka gildi nógu hratt og hin vegna þess að þessi breyting almennt tók gildi. Stjórn HRFI mun ekki hafa nein afskipti af ákvörðunum stjórnar schnauzerdeildar í þessu máli og því mun breytingin standa óbreytt og tók hún gildi frá 1.janúar 2011.

2.    Ákveðið var að öll stjórnin okkar yrði á fyrsta fundinum með hinum deildunum í sambandi við deildarsýninguna okkar í kvöld kl.21.00.

3.    Rætt var hvort við ættum að sækja um einhvern sérstakan dómara og var ákveðið að fyrst að það er enginn sérfræðingur á tegundina að sækja frekar um að fá helst ekki finnann né þjóðverjann þar sem við verðum með tvo þjóðverja á deildarsýningunni viku síðar.

4.    Við munum sækja um að hafa stærri bás heldur en við höfum haft undanfarið núna á febrúar sýningunni og verður það í fyrsta skipti sem nýtt útlit á básnum okkar mun verða notað.

5.    Bikaramál standa þannig að það eru til farandbikarar fyrir allar stærðir í öllum litum á febrúar sýninguna en verið er að vinna í eignarbikurum á þessa sýningu.

6.    Ákveðið var að athuga hvort Soffía í Dýrheimum myndi vilja styrkja deildarsýninguna hjá okkur og gefa þá bikara fyrir allar stærðir og liti og myndi hún fá góða auglýsingu í sýningaskránni fyrir það.

7.    Varðandi litatestin þá hefur ekki gengið að fá efnið sem þarf hér á landi og að þeim sökum var ákveðið að salta þetta í bili, en halda áfram að hafa augun opin.

8.    Stefnt verður að því að reyna að hafa aðalfundinn þriðju vikuna í mars s.s. 14. – 18. Mars.

9.    Fríður kom með sýnishorn af rósettum og var ákveðið að fá verð í einhvern pakka og taka svo ákvörðun eftir það.

10.     Ekki er komið á hreint hvort deildin verði með sýningaþjálfun fyrir febrúar sýninguna en mun það koma í ljós fljótt og verður það auglýst um leið.

11.     Enn er verið að athuga með ljósmyndara fyrir sýningarnar og hafa þeir sem haft hefur verið samband við ekki haft áhuga og verður málið bara skoðað áfram.

12.     Fríður ætlar að setja saman einhvern smá texta til þess að hafa á blaðasnepli sem mun svo fylgja öllum ættbókum.

13.     Stjórn HRFI samþykkti þá ósk okkar um að litirnir séu greindir í ættbókunum á Schnauzernum og mun það koma þegar nýtt kerfi hjá HRFÍ lítur dagsins ljós.

Fundi slitið 21.00.
Næsti stjórnarfundur verður svo miðvikudaginn 9.feb kl 19.00.