Fundargerðir


15.02.2011

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 15.02.2011.

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragga, Margrét og Sigrún.

Fundur settur kl.19.10

1.    Ragga sýndi okkur útlitið á borðunum sem við ætlum að hafa á básnum okkar og voru allir sáttir við það og verður stefnt á að nýja útlitið verði í fyrsta skipti á febrúarsýningu HRFÍ.
2.    Ákveðið var að senda fyrirspurn til augnlæknanna sem koma næst hvort það sé einhver ráðlagður aldur sem er hægt að hætta að augnskoða hundana ef þeir hafa verið „clear“ fram að þeim aldri og hvort að það sé þörf á að fara að augnskoða risann og standardinn.
3.    Ákveðið var að sækja um leyfi til að hafa Junior Winner á deildarsýningunni okkar.
4.    Fórum yfir tilmæli deildarinnar og vorum við sammála um að okkur fyndist þetta í lagi eins og þetta er af því að þetta er bara tilmæli en ekki kröfur.
5.    Ræddum hvað mætti betur fara á sýningaþjálfunum.

Önnur mál.
1.    Verið er að bíða eftir staðfestingu um vinnupróf.
2.    Varðandi bikar fyrir stigahæsta vinnuhundinn þá er verið að vinna í að hafa hann eins og fyrir stigahæsta ræktanda og hund.
3.    Komið er á heimsíðuna hver er stigahæsti vinnuhundurinn og mun það koma í fréttum fljótlega.
4.    Verið er að skoða með ljósmyndara á deildarsýninguna.
5.    Rósettumálin eru í smá bið vegna þess að það næst ekki í eina fyrirtækið sem var ekki með stóra minimum pöntun.
6.    Ákveðið var að deildin myndi borga fyrir dómarana á mánudeginum eftir sýninguna mat og það sem verður gert með þeim þann dag.
7.    Ákveðið var að hafa stóran bikar fyrir 1.sæti á deildarsýningunni og svo 2. 3ja og 4ja sæti minni bikara í sömu gerð.
8.    Sigrún fór fram á að bréfið sem hún og Magga sendu á stjórn HRFÍ verði bókað í fundargerð og mótmælti Fríður, Rakel og Ragga því þar sem það eitt og sér segir aðeins hluta sögunnar.   Margrét og Sigrún vilja hins vegar láta bóka það að þeim hafi ekki fundist þær hafa brotið trúnað með því að senda bréfið í þeirra eigin nafni á HRFÍ og er það bókað hér með.
Tekið var hlé á fundi kl.21.00 vegna fundar út af deildarsýningunni en haldið var áfram með fundinn kl 22.20 og var fundi slitið kl.22.50.