Fundargerðir


20.03.2011

Stjórnarfundur á Spírunni þann 20.03.2011.

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragga, Margrét og Sigrún.

Fundur settur 17.15.

1. Rætt var hvernig deildarsýningin okkar gekk og vorum við sammála um að umgengnin hefði mátt vera betri, en almennt var ánægja með sýninguna. Hefði kanski mátt passa betur að dómarinn væri meira á
tíma. Ljósmyndarinn var ánægður og við með hann nema að hún hefði mátt vera með aðstöðuna sína lengra frá.
2. Farið var yfir reikninga sem mun svo vera farið með á skrifstofu HRFÍ þar sem þeir eru partur af sýningunni.
3. Búið er að panta styttuna fyrir stigahæsta vinnuhundinn og munu hinar stytturnar verða tilbúnar niðrí ísspor fljótlega.
4. Ákveðið var að setja einhverjar verklagsreglur á síðuna í sambandi við að ekkert verði sett í gagnagrunninn fyrr en staðfestingar frá HRFÍ eru komnar.
5. Búið er að senda fyrirspurn á augnlæknana í sambandi við augnsjúkdóma í Standard og Risa.
6. Árlega páskagangan okkar verður að sama tíma og í fyrra s.s á föstudaginn langa í Sólheimakoti og vonum við bara að verði jafn vel mætt og í fyrra.
7. Við ætlum að senda þakkarbréf á þá sem unnu á deildarsýningunni okkar.
8. Lokuð Vinnuhundapróf fyrir Schnauzer verða 15. Og 16. október og verður þar Spor 1, Hlýðni 1, Brons. Ragga ætlar að ath, hvaða dómarar verða og fyrirhugað er sama fyrirkomulag og í fyrra. Fólk fær þá semsagt helmingsafslátt ef það skráir í fleiri en eitt próf.
9. Búið er að fella niður kröfur um Skapgerðamat á Risaschnauzerinn og ákváðum við að senda bréf þess efnis að okkur þyki þetta miður og hvort sé ekki hægt að halda skapgerðarmat fyrir allavega þessar örfáu tegundir sem það er krafa á.
10. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn á skrifstofu HRFÍ þann 18.apríl kl. 20.00

Fundi slitið. Kl 18.30.