Fundargerðir


18.04.2011

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 18.04.2011

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur, Sigrún og Margrét.

Fundur settur. 18.45.

1. Sigrún lagði fram reikning deildarinnar fyrir síðasta ár og var hann samþykktur.

2. Ekki fannst dýralæknunum sem svöruðu fyrirspurnum okkar þörf á því að láta augnskoða risann né standardinn. Jafnframt vildu þeir meina að ekki þyrfti að halda áfram að augnskoða dverginn eftir 6 ára aldurinn ef hann hefur verið skoðaður allavega tvisvar sinnum áður „Clear“og þriðja skoðun sé einnig “Clear” og framkvæmd eftir að hann hafi náð 6 ára aldri. Ætlum við því að sækja um að ef dvergur er búin að fara í tvær „Clear“ augnskoðanir og fer í þá þriðju fullra 6 ára muni það gilda út ævi hundsins.

3. Farið var yfir hvað ræktunarhæf tík væri vegna fyrirspurna vegna ræktunarlista deildarinnar og var ákveðið að það væri tík sem stæðist kröfur HRFÍ til ræktunar.

4. Rætt var hvort eigi að setja reglu um að það verði að vera aðili fyrir hverja stærð í stjórn af því að við erum safndeild, en töldum betra að finna frekar tengilið fyrir hverja tegund sem yrði tengiliður tegundarinnar við stjórnina. Ákveðið var að leita eftir tengiliðum á aðalfundinum.

5. Ræddar voru nefndir deildarinnar og töluðum um að áðurnefndir tengiliðir henti vel fyrir kynningarnefnd þar sem þá gæti nefndin sem dæmi leitað til tengiliðs um að útvega hunda af sinni tegund á bás.

6. Upp kom umræða um skemmtinefnd og ákveðið var að ath hvernig það færi í deildarmenn og hvort einhverjir myndu vilja vera í henni.

7. Ætlum við að sækja um að hafa deildarsýningu á næsta ári.

8. Við munum spyrjast fyrir um það á aðalfundinum hvernig önnur deildarsýning leggist í félagsmenn og þá hvaða tími.

Fundi slitið 19.45