Fundargerðir


18.04.2011

Aðalfundur Schnauzerdeildar á skrifstofu HRFÍ þann 18.04.2011.

1. Margrét er fundarstjóri.

2. Sigrún las upp bankareikning deildarinnar, engar athugasemdir voru gerðar.

3. Fríður las upp skýrslu stjórnar, engar athugasemdir voru gerðar.

4. Margrét Kjartansdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir voru í endurkjöri. Margrét og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir buðu sig fram en Sigrún ákvað að bjóða sig ekki fram og voru því Margrét og Klara sjálfkjörnar í stjórn.

5. Fríður afhenti, Margréti Kjartansdóttur bikar fyrir stigahæsta ræktanda ársins (Helguhlíðarræktun) og Gíslínu Hákonardóttur bikar fyrir stigahæsta hund ársins (Merkulautar Ísar) en var Gunnhildur
Jakobsdóttir ekki við til að taka við bikarnum fyrir stigahæsta vinnuhundinn (Bláklukku Bjartur Tómas).

6. Allir voru sammála um að reyna að hafa deildarsýningu á næsta ári en voru aðeins misjafnar skoðanir um hvort hún ætti að vera helgina eftir HRFÍ sýningu eða ekki.

7. Auglýst var eftir fólki í göngunefnd og ákvað Sigrún að halda áfram í
henni og mun hún finna einhvern með sér.

8. Auglýst var eftir fólki í skemmtinefnd og gaf Guðbjörg Ólafsdóttir kost á sér í hana og að hún myndi finna einhverja með sér.

9. Fríður talaði um hvort einhver vildi taka að sér að vera tengiliður og var ákveðið að Sigrún Valdimarsdóttir yrði tengiliður fyrir svartan Standard, Heiðbjört Harðardóttir fyrir pipar/salt Standard, María Björk Tamini fyrir svartan dverg og Ragnhildur fyrir Risann.

10. Rætt var að deildin þyrfti að ná betur til hins almenna hundaeiganda og komu upp nokkrar hugmyndir, meðal annars hundafimi námskeið, leikja námskeið og fleira.

11. Athsemdir voru gerðar í sambandi við hvenær ræktandi er á ræktendalistanum og hvenær ekki, hvað þarf að uppfylla og afhverju er ræktandi tekinn út af listanum ef tík er t.d. ekki með gilt augn vottorð og settur svo aftur á listann þegar tíkin er komin með gilt augn vottorð. Ný stjórn mun endurskoða þessa reglu.

Fundi slitið 20.50