Fundargerðir


18.04.2011

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 18.04.2011

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur, Margrét og Klara.

Fundur settur. 21.05

1. Margrét ætlar að hafa samband við Báru eða Guðrúnu Hafberg varðandi það að hafa einhverja kynningu á leikjanámskeiðunum sem þær bjóða upp á.

2. Ragnhildur ætlar að hafa samband við vinnuhundadeildina í sambandi við kynningu á spori og hlýðni og íþróttadeildina í sambandi við kynningu á hundafimi.

3. Klara stakk upp á því að gera eitthvað saman út á landi og ætlar hún að ræða það við Guðbjörgu í skemmtinefndinni.

4. Klara ætlar að ath hvort hún geti reddað páskaeggjum gefins fyrir páskagönguna.

5. Margrét ætlar að ath á Korputorgi hvenær er laust fyrir deildina til að hafa sýningarþjálfun.

6. Rakel, Klara, Gugga og dóttir Klöru munu sjá um sýningarþjálfunina.

7. Ákveðið var að Rakel verður gjaldkeri og ritari, Fríður verður áfram formaður og Ragnhildur vefstjóri.

8. Ákveðið var að hafa samband við platinum Ísland í sambandi við farandbikara á júní sýningunni og í framhaldi af því verður auglýst eftir gefendum á deildarsíðunni.

9. Allir farandbikarar eru eign deildarinnar til að halda utan um sögu deildarinnar og verður því ekki hægt að eigna sér þá þrátt fyrir að vera búin að vinna þá nokkrum sinnum. Deildin mun sjá um að merkja
farandbikarana sem eru fyrir stigahæsta ræktanda, hund og vinnuhund en eiga eigendur hundsins að merkja sjálfir farandbikarana sem gefnir eru á sýningum. Ragnhildur ætlar að setja nokkra punkta um þetta á deildarsíðuna.

10. Ákveðið var að stefna að því að hafa opna sýningu úti í sumar helgina eftir sýningu og kanna hvort hægt sé að hafa hana á Ólafsvöllum og fá þá Frú Sigríði Pétursdóttur til að dæma. Dæmt verður í tveimur flokkum hefðbundnum og freestyle (niður rakaðir, loðnir, geldir o.s.frv).
Hugmyndin er að nýstofnuð skemmtinefnd skipuleggi helgar viðburð samferða þessu.

Fundi slitið. 22.20