Fundargerðir


16.05.2011

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 16.05.2011

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragga, Magga og Klara

Fundur settur. 20.15.

1. Fyrsta sýningaþjálfun var 11.maí í staðinn fyrir 18.maí þar sem það er
sami dagur og aðalfundur HRFÍ og mun þá áður auglýst sýningaþjálfun
því falla niður. Sýningaþjálfanir verða næst 25.maí og 1.júní og verða
þær jafnvel færðar utan dyra ef veður leyfir.

2. Ákveðið var að færa opnu sýninguna um eina helgi, þar sem fyrri
dagsetning er hvítasunnuhelgi. Ætla einhverjir úr stjórn að fara í að ath.
verð á samkomu tjaldi og kamri fyrir þennan viðburð. Stjórn mun svo
vera í beinu sambandi við skemmtinefnd um framhaldið.

3. Hundavinir ætla að gefa farandbikara fyrir svart/silfur BOB og BOS,
Klara (Rosetopps kennel) ætlar að gefa fyrir svartan BOB og BOS,
Hundaheimur ætlar að gefa fyrir hvítan BOB og BOS og Ragnhildur
(Heljuheims kennel) ætlar að gefa fyrir pipar/salt dverg BOB og
BOS. Ragga ætlar að hafa samband við standard fólk í sambandi við
farandbikara fyrir standarinn á sumarsýninguna. Margrét ætlar svo
að ræða við Dýrheima og ath hvort þeir muni gefa eignabikara fyrir
sumarsýninguna.

4. Mikið var rökrætt um hvað þarf að uppfylla til að vera á ræktenda
listanum og eftir töluverða umræðu komumst við að þeirri niðustöðu að
til þess að komast inná ræktenda listann, þarf að vera með tík sem er
komin á ræktunar aldur og eiga ræktunar nafn. Felldum við það niður að
fólk gæti dottið inn og út af listanum.

Fundi slitið 21.30