Fundargerðir


19.09.2011

Stjórnarfundur á skrifstofu HRFÍ þann 19.09.2011.

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur og Margrét.

1. Ákveðið var að senda mótmæli til stjórnar HRFÍ vegna ákvörðun um að leyfa engar
deildarsýningar á árinu 2012.

2. Deildin er enn að bíða eftir svari varðandi það að það þurfi ekki að augnkoða hunda
sem eru clear eftir 6 ára aldurinn.

3. Ákveðið var að sækja um að fá EKKI finnann né danann því við erum búin að fá svo
mikið af norðurlanda dómurum undanfarið.

4. Ákveðið var að Margrét myndi alltaf hafa samband við Soffíu í Dýrheimum í sambandi
við bikaramál og bara láta okkur vita ef hún gefur ekki.

5. Vinnupróf verða 15. Og 16. Október og verða þau opin, en mun Schnauzer ganga fyrir
í skráningu og búið er að sækja um afslátt ef sami eigandi skráir í fleiri en tvö próf.
Ragga ætlar að sníkja einhver verðlaun fyrir vinnuprófin og er planið að það verði
verðlaun fyrir 1.2. og 3ja sætið.

6. Ákveðið var að Magga myndi tala við Ævar og Sigrúnu í göngunefnd til að virkja hana.

7. Ákveðið var að stefna að nýliðadegi í lok október en mun það fara eftir hvenær
Sólheimakot er laust.

8. Ákveðið var að reyna að auglýsa fyrirfram hver er með sýningaþjálfun og hverju sinni.

9. Deildarmeðlimir voru alla jafna mjög ánægðir með deildarviðburðinn okkar sem haldinn
var í júní á Ólafsvöllum og ætlum við að reyna að hafa þetta að árlegum viðburði.

10. Ákveðið var að hafa bás á nóvembersýningunni og ef ekki tekst að manna hann verður
hann þarna til kynningar á tegundinni.
Fundi slitið