Fundargerðir


28.11.2011

Stjórnarfundur þann 28.11.2011 heima hjá Ragnhildi.

Mættar eru. Rakel, Fríður, Magga, Ragga og Klara.

Fundur settur. 20.25.

1. Ákveðið var að reyna að hafa sýningaþjálfanirnar ekki fyrr en kl.20.00 og reyna
að festa fastan tíma tvisvar sinnnum fyrir hverja sýningu út árið. Magga ætlar
að tala við þá uppí Gæludýr.is og sjá um að manna og skipuleggja þær fyrir
febrúarsýninguna.

2. Hin árlega aðventuganga verður haldin þann 3.desember í Guðmundarlundi
og mun stjórn borga fyrir kaffi og kakó nánari upplýsingar eru á heimsasíðunni.

3. Deildin fékk ekki samþykkt beiðnina um að ekki þyrfti að halda við
augnskoðunum eftir 6 ára aldurinn og umræða kom um hvort þyrfti að setja
texta á heimasíðuna um inngróin augnhár og fleiri augnsjúkdóma.

4. Klara bauð sig fram í að sækja bikarinn til Önnu D þar sem hún var búin að
gefa deildinni farandbikarasett í fyrra en vildi taka hann til baka og var hann
ekki á borðinu en Fríður gaf til í staðinn til þess að það yrði bikar fyrir BOS í
hvítum Dverg Schnauzer.

5. Rætt var að göngunefndin er aftur orðin virk og búið að vera ein ganga og
vonandi verður vel mætt í næstu göngu sem er Aðventugangan. Ætlum við að
stinga upp á svæðinu hvammstangi við göngunefnd.

6. Ákveðið var að breyta aðeins texta á heimsíðu er við kemur ræktunarráði
þar sem fólk er hvatt til að huga að pörunum með góðum fyrirvara og þá
sérstaklega ef það vill fá ráðleggingar frá ræktunarráði.

7. Ákveðið var að reyna að hafa nýliðadag 19.maí nk.

8. Ákveðið var að stefna á að hafa aðra fjölskyldu-Schnauzer helgi þann 9. Og
10.júní uppá Ólafsvöllum og ætlar Magga að ath hjá ábúendum jarðarinnar
hvernig standi á.

9. Dýrheimar verður deildarsponsor og fær hún að auglýsa á deildarsíðunni fyrir
það og er deildin mjög þakklát.

10. Vinnupróf deildarinnar eru afstaðin og Bendir gaf verðlaun í Spor og Hlýðni og
er deildin mjög þakklát fyrir það.

11. Ákveðið var að reyna að hafa aðalfund deildarinnar mánudaginn 12.mars 2012
kl.20.00 með þeim fyrirvara að HRFÍ sé laust.

12. Ákveðið var að hafa nýársbingó sunnudaginn 15.janúar og verður staðsetning
og tími auglýst á deildarsíðunni síðar.

Fundi slitið kl.22.15.