Fundargerðir


10.03.2012

Schnauzerdeild HRFI
 
Stjórn og nefndir
Stjórn
Margrét Kjartansdóttir
Fríður Esther Pétursdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
Rakel Rán Guðjónsdóttir
Klara G. Hafsteinsdóttir
Sýninga- og kynningarnefnd
Ragnhildur Gísladóttir
Göngunefnd
Sigrún Valdimarsdóttir
Ævar Örn Ævarsson
 
 
 
Stjórn er búin að hittast 7 sinnum frá síðasta aðalfundi. Allar fundgerðir stjórnar má lesa á netinu.

Viðburðir á vegum deildarinnar á starfsárinu.
    • Deildin var með árlega jólagöngu, plús ýmsar göngur bæði taumgöngur og lausagöngur sem þóttust heppnast vel.
    • Schnauzer tók þátt í kynningum á hundadögum í Garðheimum og einnig vorum við með ákynningarbás á einni sýningu HRFI
  • Haldnar hafa verið sýningarþjálfanir í samvinnu við Fuglahundadeild fyrir allar sýningar HRFÍ, núna fyrir síðustu sýningu voru þær haldnar í húsnæði gæludýr.is að Korputorgi og bar Margrét þungan af þeim þjálfunum, með góðri aðstoð meðlima í deildinni.
  • Helgina 18-19 júní var vel heppnaður deildaviðburður á Ólafsvöllum, fengum við Frú SigríðiPétursdóttir til að dæma hundana okkar og til að allir gætu verið með var bætt við Freestyleflokki, þar sem hægt var að sýna hunda sem ekki geta verið með í almennum flokki(niðurrakaða, gelda og framvegis). Eins vorum við með mjög skemmtilega keppni ungrasýnanda sem þótti heppnast mjög vel og ákveðið hefur verið að endurtaka þennan viðburðhelgina 9-10.júní 2012.
  • Vinnupróf voru haldin 15 og 16 okt. Keppt var í Brons, Hlýðni 1, Spor 1 og Spor 2.

Augnskoðanir 2011.

25.-26. Mars
21 hundar fóru í augnskoðun, enginn hundur greindist með afgengan augnsjúkdóm
4. og 5. Júní
6 hundar fór í augnskoðun, enginn hundur greindist með afgengan augnsjúkdóm
19. - 20. Nóvember
17 hundar fór í augnskoðun, 1 greindist með Catarcak, 1 greindist með hugsanlegt Catarackt, 1
greindist með Persistent pupillary membrane

Innfluttir hundar á árinu.

Það dró mikið úr innflutningi milli ára, en á árinu voru aðeins fluttir inn 2 svartir dvergar

Hvolpar

Dverg Schnauzer

3- Svartskeggs – 14 hvolpar (6 svartir og 8 Salt og pipar)
2– Kolskeggs – 7 hvolpar (5 svartir og 2 Salt og pipar)
2- Rosetopps – 6 hvolpar (2 Svartir og 4 svart/silfur)
2- Helguhlíðar – 5 hvolpar (4 Svart/silfur og 1 salt og pipar)
1– Huldurbrautar – 6 hvolpar (1 svartir og 5 svart og silfur)
1– Tröllatrúar – 2 hvolpar (1 svart og silfur og 1 pipar og salt)
1– Svartwalds – 5 pipar og salt hvolpar
1– Svarthöfða – 3 hvítir hvolpar
1- Stapa Perla – 4 hvolpar (2 svartir og 2 Pipar og salt)
1- Made in Iceland – 4 hvolpar (2 svartir og 2 hvítir)
1- Linda Margrét – 7 hvolpar (1 svartur, 2 svart/silfur og 4 pipar og salt)
1- Anna Margrét – 4 hvolpar (3 svartur og 1 pipar og salt)
1- Anna Björk – 6 hvolpar (1 svart og silfur, 1 pipar og salt og 4 svartir)

Samtals: 73 hvolpar í 18 gotum. Þar af 26 svartir, 25 pipar og salt, 17 svart/silfur og 5 hvítir.

Standard Schnauzer

Ekkert got varð á árinu.

Risa Schnauzer

1 – Stefán Karl Lúðvíksson – 1 svartur hvolpur

Meistarar

Alls fengum við 8 nýja Íslenska meistara á árinu og 1 alþjóðlegan meistara.
ISCH SUECH Wellingley Whats the Game at Beanara
ISCH Svartskeggs Jewel salt Crystal
HCH HJCH ISCH Szentendrei Ördög All Right
ISCH Svarskeggs Handsome silver Boy
ISCH Helguhlíðar Glanni
ISCH Barba Nigra Miss Sunshine
ISCH MNECh BiHCh Gypsy Misurata
ISCH Bláklukku Eyja
C.I.B. ISCH Christmas Baby Grand Calvera

Skapgerðarmat

Einn Risi fór í skapgerðarmat og lauk án athugasemda.

Vinnupróf

2 dvergar fóru í sporapróf 1 á árinu en luku ekki prófi með viðurkennda einkunn
1 dvergur fór í sporapróf 2 á árinu en lauk ekki prófi með viðurkennda einkunn
1 risi fór í hlýðni 1 próf á árinu og lauk prófi með silfurmerki félagsins.

Mjaðma og olnbogamyndir
.

Alls fóru 6 standard schnauzerar í mjaðamyndatöku og einn í olnboga.

2 með A mjaðmir
2 með B maðmir
1 með C mjaðmir
1 með E mjaðmir
1 með A olnboga

Stigahæsti hundur/ræktandi.

Stigahæsti hundur ársins er Szentendrei Ördög All Right
Stigahæsti ræktandi ársins er Helguhlíðarræktun
Stigahæsti vinnuhundur ársins er Svartskeggs Black Pearl