Fundargerðir


23.01.2012

Stjórnarfundur þann 23.01.2012 á skrifstofu HRFÍ.

Mættar eru: Rakel, Fríður og Ragnhildur (símasamband við Möggu). 

Fundur settur. 20.30. 

1. Sýningaþjálfun verður á Korputorgi 3 síðustu miðvikudagana fyrir næstu sýningu 
s.s miðvikudagana 8.15. og 22. Milli 20 og 22. Áfram verður samstarf með
fulgahundadeild en á eftir að ákveða betur síðar hvorn tímann Schnauzerdeildin
verður með.

2. Það á eftir að fá staðfest frá Soffíu um eignarbikara fyrir næstu sýningu og ætlar 
Magga að sjá um það. Ragnhildur ætlar að hafa samband við þá aðila sem eru með
farandbikara og sjá til þess að þeir munu skila sér merktir.

3. Aðalfundur Schnauzerdeildarinnar verður mánudaginn 12.mars í húsnæði HRFÍ í 
Síðumúlanum kl.20.00.

4. FCI gaf út tilkynningu þar sem þeir meðal annars eru að kvetja ræktendur til að rækta 
á milli lita (með einni undantekningu þó) í öllum stærðum Schnauzers til að stækka
genapollana. Ákveðið var að birta tilkynninguna sem frétt á deildarsíðunni og finna
svo stað á deildarsíðunni þar sem hún mun vera á.

5. Skrifstofa HRFÍ áfram sendi póst á deildina sem þeim hafði borist frá íslenskum 
Scnhauzer ræktanda búsettum erlendis þar sem hann óskaði eftir að HRFÍ mundi
sponsora sig inn í American Miniature Schnauzer Club og taldi srifstofa HRFÍ að
erindi þetta ætti frekar heima hjá deildinni. Efst á þessum pappírum er skrifað í stóru
rauðu letri að sponsor þurfi að hafa verið meðlimur AMSC í síðastliðin 3 ár og því
getur deildin ekki orðið að þessari ósk og búið er að svara skrifstofunni þess efnis.

6. Því miður var ekki hægt að halda bingókvöld eins og rætt var um en er það von okkar 
að það verði hægt sem fyrst og mun Ragnhildur hafa samband við Guggu.

7. Smáhundadagar í Garðheimum verða 11. Og 12.febrúar og stórhundadagar 17. Og 
18.mars og ætlar deildin að vera með í því og auglýst verður eftir sjálfboðaliðum á
deildarsíðunni.

8. Ragnhildur ætlar að setja inn nánari upplýsingar á deildarsíðuna í sambandi við 
augnsjúkdóma.

9. Ákveðið var að senda fyrirspurn á augnlæknana sem eru að koma, í sambandi við 
inngróin augnhár og hvort þörf sé á að deildin aðhafist eitthvað þar sem slíkum
tilfellum hefur fjölgað mikið undanfarið.

10. Ragnhildur ætlar að finna blómvendi og jafnvel gjafir fyrir stigahæsta ræktanda 
og sýninga og vinnuhund. Ætlar hún jafnframt að hafa samband við vinningshafa
síðasta árs og biðja þá um að koma verðlaununum til skila merktum.

11. Fundi slitið kl.21.20.