Fundargerðir


01.03.2012

Stjórnarfundur á tíunni þann 01.03.2012

Mættar eru: Rakel, Fríður, Ragnhildur, Margrét og Klara

Fundur settur. 19.15 

1. Ákveðið var að setja grein á deildarsíðuna um AVTB sem er sjúkdómur sem 
við þurfum að hafa í huga þegar verið er að para.

2. Sýningaþjálfun fyrir síðustu sýningu gekk mjög vel og var vel mætt. Rætt 
var um næstu sýningaþjálfanir fyrir sumarsýninguna og það verður líka 3
miðvikudaga fyrir sýningu á sama tíma.

3. Risa og Standard Schnauzer verða með á stórhundadögum í Garðheimum 
helgina 17. Og 18.mars.

4. Stjórn er mjög ánægð með nýtt sýningasvæði HRFÍ og vonum við að svona 
verði framhaldið.

5. Buið er að ræða við Dýrheima um að gefa Royal Canin útilegu stóla fyrir BOB 
fyrir einhverja sýningu og tók hún mjög vel í það.

6. Ragnhildur ætlar að klára að ganga frá vinnuprófum s.s. finna dómara og 
staðsetningu.

7. Augnlæknarnir töldu ekki þörf á að huga sérstaklega að inngrónum 
augnhárum annað en það að para þá hunda við þá sem er ekki með svoleiðis.

Fundi slitið 20.45.